Leita í fréttum mbl.is

Við eigum að gera betur.

Ástandið árið 2022 í málefnum öryrkja var svo slæmt, að verkefnastjóri hjá umboðsmanni skuldara(us) sagði að öryrkjar sem leituðru til us væru að meðaltali 3500 krónur í mínus eftir að hafa greitt öll föst útgjöld. Það þýðir, að þeir gátu ekki keypt föt, læknisþjónustu eða farið í leikhús eða á tónleika svo fátt eitt sé nefnt. Brugðist var við af hálfu ríkisvaldins að nokkru leyti, sem bætti stöðuna, en betur má ef duga skal.

Sama á við um marga aldraða, sem búa við bág kjör og það er ömurlegt að horfa upp á aldrað fólk, sem hefur ekki efni á því að veita sér neitt, jafnvel ekki nauðsynlega læknisþjónustu.

Það er dapurlegt að horfa á aldrað fólk vera í öngum sínum vegna þess að það getur ekki gefið börnum og/eða barnabörnum jóla- eða afmælisgjafir án þess að þurfa að þola verulegar skerðingar á greiðslum lífeyris til sín. Þar er  um ákveðið form á tvísköttun að ræða sem á ekki að líða. Aldraðir eiga að geta nýtt sér ævisparnað sinn til að kaupa það sem hugurinn girnist eða gefa sínum nánustu gjafir án þess að þola skerðingar á lífeyrisgreiðslum. 

Á aðalfundi eldri Sjálfstæðismanna var samþykkt ályktun um velferðarmál aldraðra, sem mundi hafa í för með sér stórlega bættan hag aldraðra. Við berjumst fyrir því að Flokkurinn geri þá stefnu að sinni og munum ná því fram.

Ég hef bent á að gera ætti kröfu um að aldraðir og öryrkjar nytu sömu fyrirgreiðslu og umsækjendur um alþjóðlega vernd sem eru nánast allir hér ólöglega, sbr. 33.gr. útlendingalaga, upphaf hennar hljóðar svo: 

Umsækjanda um alþjóðlega vernd skal standa til boða: a. húsnæði, b. framfærsla, c. nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, þar á meðal vegna geðraskana og geðfötlunar. Sérstakt tillit skal tekið til þeirra sem hafa sérþarfir eða þurfa sérstaka aðstoð.

Þetta greiðir ríkisvaldið til vandalausra, á sama tíma og margir öryrkjar og aldraðir geta ekki lifað mannsæmandi lífi eða notið læknisþjónustu eða annan lúxus sem vandalausir fá.

Það er óásættanlegt að við gerum ekki betur við okkar minnstu bræður í hópi öryrkja og aldraðra en við erlenda hlaupastráka, sem eru hér ólöglega.  Vert er að minna á það fyrir þessar kosningar að allir flokkar vilja hafa þetta svona nema Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Flokkur fólksins og Lýðræðisflokkurinn. 

Við þurfum að varast vinstri slysin líka í boði Viðreisnar og greiða þeim flokkum atkvæði, sem hugsa um íslenska hagsmuni eigin þegna í eigin landi. 

 


Að tapa sigrinum

1990 beið sósíalísk ríkishugsjón algjöran ósigur fyrir markaðshagkerfinu (kapítalismanum). Þá töldu margir að blóði drifin saga ríkissósíalismans væri svo ömurleg,að dagar hans væru endanlega taldir. 

Nú mælist Sósíalistaflokkur Íslands með meira fylgi en áður, en sá flokkur er holdgervingur sömu hugmyndafræði og hneppti fólkið í Sovétríkjunum og Austur Evrópu í ánauð og örbirgð áratugum saman. Fylgismenn þeirra hafa ekkert lært af sögunni eða kjósa að gleyma óþægilegum staðreyndum. 

Sósíalistaflokkurinn og VG eru á sömu blaðsíðunni um að hafna ósigri ríkisstýrðrar markaðsstarfsemi, en sú skoðun felur samt ekki í sér aðalhættuna sem stafar að frjálsu dugandi fólki. 

Hlutfall þjóðarframleiðslunnar sem eytt er af ríkisstjórnum í því sem kallað er hinn frjálsi heimur er langt umfram það sem hægt er að ná inn með skattlagningu án þess að eyðileggja möguleikann á að búa til vöxt og ágóða. Þess vegna verður skuldaklafinn stöðugt hærri eða það verða prentaðir fleiri innistæðulausir peningar eða sennilega hvorutveggja.

Vegna ofurvelferðarhyggju of ofurskattlagningar reynist stöðugt erfiðara fyrir ungt dugmikið vinnandi fólk að koma sér upp þaki yfir höfuðið eða önnur lífsgæði sem mín kynslóð gat, þó að það tæki vissulega í meðan á því stóð. 

Það sem Vesturlönd þar á meðal við verðum að læra af ósigri kommúnismans er að líta á að hlutverk ríkisins sé að koma í veg fyrir að frelsinu sé ógnað ekki síst athafnafrelsinu og möguleikum fólksins til að byggja sér sjálft upp sína eigin framtíð á forsendum eigin óska, atorku og vilja. 

Sinna verka njóti hver var á vígorð Sjálfstæðisflokksins. Til að ná fyrri styrk þarf Sjálfstæðisflokkurinn að víkja af vegi þeirrar ríkishyggju sem hafa einkennt um margt störf hans síðustu ár og heita því að standa við grunngildi Sjálfstæðisstefnunnar um að skapa þjóðfélag þar sem framsækið fólk fær að njóta sinna verka.   

Sinna verka njóti hver á að vera  inntakið í því sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir.  

 

 

 


Bloggfærslur 21. nóvember 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 172
  • Sl. sólarhring: 186
  • Sl. viku: 2206
  • Frá upphafi: 2504993

Annað

  • Innlit í dag: 157
  • Innlit sl. viku: 2076
  • Gestir í dag: 139
  • IP-tölur í dag: 139

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband