Leita í fréttum mbl.is

Fylgdarlausu hlaupastrákarnir

Yfir 40 hlaupastrákar komu til landsins og sögðust vera á aldrinum 15-18 ára til að vera flokkaðir sem fylgdarlaus börn. Ekki fer fram aldursgreining á þeim, vegna vinstri slagsíðu löggjafarinnar. 

Þeir koma í þeim eina tilgangi að troða sér inn á kerfið á fölskum forsendum til að sækja um að fjölskyldusameiningu og þá kemur stórfjölskyldan 20 manns eða fleiri. Ekki er krafist DNA rannsókna til að kanna skyldleika eins og í Noregi. 

Vaskur lögreglustjóri á Suðurnesjum Úlfar Lúðvíksson kemur auga á vandann og segir að hælisleitendakerfið sé misnotað eins og annað í velferðarríkinu. Hvað ætlum við lengi að láta haf okkur að fíflum?

Hvað er þá til ráða? Vísa þeim öllum úr landi á flugvellinum þar sem þeir koma frá öruggum löndum og enginn þeirra að sækja um alþjóðlega vernd hér á grundvelli eigin þarfa. 

Við getum haldið áfram að láta hafa okkur að fíflum og flytja inn fátækt, örbirgð og framtíðarvandamál eins og framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálparinnar bendir réttilega á í viðtali í Mbl. Til að komast hjá því er um þrjá valkosti að ræða í kosningunum á laugardaginn. Kjósa Sjálfstæðisflokk, Flokk fólksins eða Miðflokkinn (nema í Reykjavík norður þar sem open border frambjóðandi er í 2. sæti).

Vilji fólk ná tökum á húsnæðisvandanum og  fátæktarvandanum þá þarf snör handtök en ekki vettlingatök Viðreisnar og Samfylkingar.


mbl.is Útlendingalögin talin misnotuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. nóvember 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 594
  • Sl. sólarhring: 998
  • Sl. viku: 3894
  • Frá upphafi: 2429467

Annað

  • Innlit í dag: 553
  • Innlit sl. viku: 3595
  • Gestir í dag: 537
  • IP-tölur í dag: 504

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband