Leita í fréttum mbl.is

Donald Trump endurkjörinn forseti Bandaríkjanna.

Það sem fæstir bjuggust við hefur nú  raungerst með endurkjöri Donald Trump sem forseta Bandaríkjanna. Trump er elsti maðurinn til að ná kjöri sem forseti og hann er sá eini, sem hefur þurft að svara ítrekað til saka í vegna margra kærumála á hendur sér fyrir  og í kosningabaráttunni. 

Svo merkilegt sem það er, þá eru ýmsir þeirra, sem kjósa Trump  fjarri því að vera ánægðir með frambjóðandann að svo mörgu leyti, en líta á hann hvað sem öðru líður sem besta valkostinn. 

Dálkahöfundur í Daily Telegraph segir að ráðamenn í Evrópu ættu að taka það alvarlega að Trump vinni og hafi sigur vegna baráttu fyrir málefnum, sem forustufólk í stjórnmálum í Evrópu er á öndverðum meiði.

Nú reynir á Trump að standa við stóru orðin eins og t.d. að reka alla ólöglega innflytjendur burt úr Bandaríkjunum. Atriði sem að evrópsk stjórnvöld ættu að íhuga vegna öryggis og velferðar eigin borgara, sem eru enn brýnni en það sem Bandaríkjamenn glíma við í þeim efnum. Grannt verður fylgst með áherslum Trump í utanríkismálum ekki síst vegna stríðsins í Úkraínu og varnarstríðs Ísrael gegn hryðjuverkasamtökunum Hamas, Hesbollah, Houti og ríkisstjórn Íran. 

Endurkjör Trump eru ákveðin kaflaskipti og vonandi kemur hann öflugri og betri og kurteisari til leiks  en síðast og nær árangri m.a. í því að vinna að einingu meðal Bandríkjamanna og gegn bullhugmyndum íloftslagsmálum og kynjafræði svo fátt eitt sé nefnt.


Bloggfærslur 6. nóvember 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 1214
  • Sl. sólarhring: 2391
  • Sl. viku: 4458
  • Frá upphafi: 2415207

Annað

  • Innlit í dag: 1147
  • Innlit sl. viku: 4108
  • Gestir í dag: 1067
  • IP-tölur í dag: 1006

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband