Leita í fréttum mbl.is

Flokkur valdboðs og viðurlaga

Margir biðu spenntir eftir að sjá hverjir mundu skipa oddvitasæti Samfylkingarinnar. Skipan oddvitasætanna gefur vísbendingu um hverja Kristrún Mjöll Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar telur æskilega í ríkisstjórn. 

Fram til þessa hefur Kristrún Mjöll siglt þokkalegan byr með því að segja sem minnst og sýna lítt sem ekkert á sín spil. 

En svo kom að lengur var ekki setið og þá kom nokkuð á óvart, að Kristrún skyldi skipa það fólk, sem hefur helst unnið sér það til frægðar að banna fólki að lifa eðlilegu lífi oft algjörlega af ástæðulausu. 

Ekki sá Kristrún formaður ástæðu til að sækjast eftir ötulu flokksfólki Samfylkingarinnar til að skipa oddvitasæti eða baráttufólki sem er virkt í pólitískri umræðu. Þess þurfti ekki með að mati formannsins og þessvegna var sótt fólk út í bæ, þau Alma Dagbjört Möller landlæknir og Guðmundur Víðir Reynisson.

Þau Alma og Víðir eru þekkt fyrir það að hafa staðið að því að takmarka frelsi fólks langt umfram eðlileg mörk og standa fyrir og leggja til aðgerðir sem iðulega voru ónauðsynlegar, en ollu mörgum miklum sársauka sbr. þegar tekið var algjörlega fyrir heimsóknir nákominna ættingja eða maka á sjúkrastofnanir. Auk þess að standa að ólöglegri nauðungarvistun fólks í stað þess að leyfa því að vera heima hjá sér. 

Allt var þetta á forsendum ákvarðanna starfsfólks Ölmu Dagbjartar landlæknis og e.t.v. hefði verið afsakanlegt að munstra hana um borð í sósíalískan valdboðsflokk hefði rekstur embættis landlæknis undir hennar stjórn gefið tilefni til, en svo er því miður ekki og fólk þarf að bíða árum saman eftur úrlausnum ef þær þá yfirleitt koma. 

Sá frjálslyndi jafnaðarmannaflokkur, sem Kristrún Mjöll Frostadóttir hefur talað fyrir varð ekki lengur til en í hans stað kom sósíalskur valdboðsflokkur. Valið á þeim Ölmu og Víði í oddvitasæti er ekki boðskapur um neitt annað. 


Bloggfærslur 9. nóvember 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 187
  • Sl. sólarhring: 840
  • Sl. viku: 4008
  • Frá upphafi: 2427808

Annað

  • Innlit í dag: 175
  • Innlit sl. viku: 3711
  • Gestir í dag: 173
  • IP-tölur í dag: 170

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband