Leita í fréttum mbl.is

Rauðhetta hin nýja

Mér skilst að í upphaflega ævintýrinu af Rauðhettu og úlfinum, hafi Rauðhetta látið glepjast af fagurgala úlfsins með þeim afleiðingum að hann át hana upp til agna. 

Spurningin er alltaf: Verður hið illa gott með því að yfirbuga aðra illsku?

Vestrænir stjórnmálamenn virðast illa haldnir af Rauðhettu heilkenninu eins og kemur nú í ljós hvað varðar Sýrland, en nú streyma að fulltrúar Evrópusambandsins og fleiri Evrópuríkja til að bjóða fram peninga og aðra aðstoð.

Hinn nýi foringi í Sýrlandi sem kallar sig Al-Jolani er í Al Kaída og hefur sagst vera stoltur Íslamisti. Frá 18 ára aldri hefur hann drepið fólk í nafni Íslam. En núna hefur hann látið snyrta hár sitt og skegg og klætt sig úr fötum Íslamskra vígamanna og farið í hefðbundinn einkennisbúning hermanna að hætti Fidel Castro og Zelensky. 

Er það trúverðugt að þessi maður hafi allt í einu umbreyst í umburðarlyndan stjórnmálamann?

Vissulega getur fólk breyst og þroskast. En það er engin ástæða til að hlaupa til áður en nýir stjórnendur sýna á spilin. Vesturlönd ættu að læra af reynslunni, en fjárstuðningur þeirra til múslímska bræðralagsins eftir að það tók yfir í Egyptalandi var óafsakanlegur og leiddi m.a. til ofsókna gegn kristnu fólki.

Er ekki ástæða til að vestrænir stjórnmálaleiðtogar læri af reynslunni og láti ekki teyma sig á asnaeyrunum. Eða vera eins auðtrúa og Rauðhetta var.

Með sama áframhaldi lendum við líka í gini úlfsins

 

 

 


Bloggfærslur 20. desember 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 420
  • Sl. sólarhring: 1122
  • Sl. viku: 3966
  • Frá upphafi: 2447696

Annað

  • Innlit í dag: 392
  • Innlit sl. viku: 3696
  • Gestir í dag: 385
  • IP-tölur í dag: 378

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband