Leita í fréttum mbl.is

Sólstöđustjórnin

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tekur viđ völdum í dag á vetrarsólstöđum. Sólstöđur er ţađ kallađ ţegar sólin stendur kyrr. Eftir vetrarsólstöđur fer sólin ađ hćkka á lofti. 

Ţví má líkja viđ ţćr vćntingar sem margir hafa fyrirfram til vćntanlegrar ríkisstjórnar. Ríkisstjórnin fćr gott leiđi og ţjóđhagslega skiptir öllu máli ađ hún spili vel úr sínum spilum.  

En sem komiđ er vitum viđ lítiđ um áherslur vćntanlegrar ríkisstjórnar, en ţađ gćti komiđ í ljós í stjórnarsáttmálanum og vonandi er ţar greint á milli ađalatriđa og aukaatriđa í ţeirri mođsuđu sem stjórnarsáttmálar almennt eru.  

Okkur er gjarnt ađ búa til sérstök nöfn á ríkisstjórnir. Um er ađ rćđa ráđuneyti Kristrúnar Frostadóttur. Morgunblađiđ kallar hana valkyrjutjórnina. Valkyrjur höfđu ţađ ađal hlutverk, ađ sćkja fallna hermenn og flytja ţá til Valhallar. Ekki góđ tivísun fyrir ríkisstjórn.

Miđađ viđ vćntingar til hinnar nýju ríkisstjórnar vćri eđlilegra ađ vísa til skapanorna. En skapanornir vísa til ţeirra sem búa til nýja hluti, verk og hugmyndir. 

Skapanornirnar voru ţrjár. Urđur, Verđandi og Skuld og ţeirra hutverk var ađ ausa vatni á lífsins tré "Ask Yggdrasil" svo ţađ visnađi ekki. Urđur er myndgervingur fortíđar, sem gćti átt viđ Ţorgerđi Katrínu, Verđandi nútímans sem sómir ţá Ingu Sćland og Skuld vísar til framtíđarinnar, sem er ţá Kristrúnar, en gengi og/eđa gengisleysi ríkisstjórnarinnar veltur fyrst og fremst á ţví hve vel henni tekst til viđ ađ móta framtíđina. 

Hvađ sem ţessu tilgangslitla hjali líđur ţá tekur alvaran viđ.

Ţrátt fyrir ađ vera í stjórnarandstöđu, ţá óska ég nýrri ríkisstjórn velfarnađar í vandasömu hlutverki. 


Bloggfćrslur 21. desember 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 450
  • Sl. sólarhring: 1135
  • Sl. viku: 3996
  • Frá upphafi: 2447726

Annađ

  • Innlit í dag: 420
  • Innlit sl. viku: 3724
  • Gestir í dag: 412
  • IP-tölur í dag: 405

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband