Leita í fréttum mbl.is

Aldursforsetinn

Ég fór á þungarokkshljómleika í gærkvöldi í Iðnó þar sem hljómsveitin "Múr" hélt útgáfutónleika. Ljóst var að ég yrði aldursforsetinn ef ég gerði ekkert í málinu. Þessvegna bauð ég góðum eldri vini mínum á tónleikana. 

Áður en mínir menn í "Múr" byrjuðu var tími til að gaumgæfa aðstæður og skoða mannlífið. Ég ákvað að mæta ekki í jakka og með bindi. Það reyndist rétt ákvörðun og í stíl við klæðaburð 99% áheyrenda. Annars hefði ég verið eins og þegar ég fór á ball í Austin í Texas fyrir margt löngu í einkennisbúningi ungra hægri manna á þeim tíma.

Mikið var ég ánægður með unga fólkið sem sótti þessa hljómleika. Snyrtilegt, kurteist og ekkert vesen eða leiðindi. Flott ungt fólk. Meira að segja bar að vörpulegan ungan mann sem bauð mér sæti sitt og sagði að ég ætti það skilið vegna þess að ég væri búinn að gera svo mikið fyrir land og þjóð. Það tókst ekki að reyna að vera óþekkjanlegur. Ég þakkaði honum vel, en sagði að ég væri það ungur að ég þyrfti ekki stólinn. 

Hljómleikarnir voru síðan eins og góðir þungarokkstónleikar eiga að vera og sem betur fer hafði ég að læknisráði tekið eyrnartappa með, sem dugðu vel þegar hávaðinn fór yfir heilsufræðileg þolmörk homo sapiens.  En það er hægt að mæla með strákunum í "Múr" fyrir þá sem hafa gaman að þungarokki.  

 


Bloggfærslur 29. desember 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 1643
  • Frá upphafi: 2453441

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1491
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband