Leita í fréttum mbl.is

Þitt er mitt

Í gær birtist sameiginleg yfirlýsing ASÍ og SA, þar sem varað var stranglega við tillögum Flokks fólksins um að iðgjöld í lífeyrissjóði verði skattlögð við inngreiðslu í lífeyrissjóði í stað þess að lífeyrir komi til skattlagningar við útgreiðslu. 

Fátítt er að öflug samtök vari við stefnumálum flokka sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum, en nú þurftu þessi öflugustu og fjársterkustu samtök að stilla saman strengi og vara við þeim "afglapahætti" að laun sem greiðast í lífeyrissjóði séu skattlögð strax í stað þess að lífeyrissjóðirnir fari með þetta skattfé áratugum saman og við útgreiðslu sé það tekið af greiðslum til lífeyrisþega.

Í raun réttlætir ekkert það kerfi sem við höfum í dag, að ríkisvaldið taki ekki skattfé strax heldur feli lífeyrissjóðum vörslu þess og ávöxtun þar til  útgreiðslur til lífeyrisþega koma til. Yrði tillaga Flokks fólksins samþykkt yrðu greiðslur til lífeyrisþega skattfrjálsar þegar þær greiðast.

Af hverju er það fráleitt að ríkið tæki þetta skattfé strax. Réttindi lífeyrisþegar rýrna ekkert við það svo sem forseti ASÍ hélt ranglega fram í viðtali í fréttum í gær. 

Hvað mælir þá á móti því að ríkið taki þessa fjármuni sína strax og nýtti til að greiða ríkisskuldir og mætti setja lög um að svo væri og mætti ekki nota í annað fyrr en ríkisskuldir eru að fullu greiddar. 

Er  eðlilegt að öflugstu félagasamtök landsins skuli veifa fánanum með vígorðinu

"Þitt er mitt og láttu svo mitt í friði"


Bloggfærslur 7. desember 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.12.): 19
  • Sl. sólarhring: 400
  • Sl. viku: 4025
  • Frá upphafi: 2441256

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 3643
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband