Leita í fréttum mbl.is

Ég veit ekki hvað hann var að segja og ég held að hann viti það ekki heldur

Donald Trump gerði sín fyrstu mistök í kosningabaráttunni með því að eiga kappræður í sjónvarpi við Biden of snemma. Frammistaða Biden var skelfileg. Svo skelfileg, að allt í einu opinberaðist leyndarmálið sem Demókratar eru búnir að halda frá þjóðinni, að Biden er löngu kominn fram yfir síðasta söludag. Raunar var hann það líka þegar hann var kosninn, en þá gekki flokkselítunni í Demókrataflokknum betur að fela það. 

Fátt sýnir ömurleika Biden en þegar Trump sagði í kappræðunum. 

"Ég veit ekki hvað hann var að segja og ég held að hann viti það ekki heldur."  Það var enginn sem mótmælti. 

Allir sem fylgdust með kappræðunum áttuðu sig á því að þetta var rétt sem Trump var að segja. Biden bullaði út í loftið. Í kappræðunum gat hann ekki haldið heilli hugsun í framsetningu í eina mínútu. 

Vinir og vandamenn og flokkselítan reynir að ljúga að bandarísku þjóðinni og segja að þetta sé allt í lagi, en í gær opinberaðist það svo enn einu sinni að Biden er úti um holt og móa.  Hann bauð Pútín velkominn í ræðustól þegar hann átti að kynna Zelensky og Trump þegar hann var að tala um Kamillu Harris varaforsetann sinn. 

Það er með miklum ólíkindum, að ættingjar, vinir og flokkselíta Demókrata skuli ekki fyrir löngu hafa gripið inn í, en það sýnir e.t.v. betur en svo margt annað hvað þeir sem hafa hagsmuni að gæta af völdum einstaklings,  hanga á því eins og hundar á roði að þeirra maður haldi stöðu sinni því annars mundu þeir missa gullspóna úr askinum sínum. 

En nú er nóg komið. Staðreyndunum verður ekki neitað frekar en þegar barnið benti á að keisarinn væri ekki í neinum fötum. 


Bloggfærslur 12. júlí 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 283
  • Sl. viku: 5870
  • Frá upphafi: 2367230

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5502
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband