Leita í fréttum mbl.is

Ţađ er svo bágt ađ standa í stađ

Ţjóđskáldiđ Jónas Hallgrímsson sagđi í kvćđi sínu "Ísland farsćldar Frón", ađ ţađ vćri svo bágt ađ standa í stađ og mönnunum munađi annađ hvort aftur á bak ellegar nokkuđ á leiđ. Í lok kvćđisins spyr skáldiđ: "Höfum viđ gengiđ til góđs götuna fram eftir veg?"  og hann svarar ađ hluta.

Viđ ţurfum alltaf ađ spyrja okkur ţeirrar spurningar hvort viđ höfum gengiđ til góđs götuna fram eftir veg. Fámenn ţjóđ međ sérstakt tungumál og menningu ţarf stöđugt ađ gćta ţess ađ ganga til góđs ef ekki á illa ađ fara. 

Umrćđur undanfarna daga um skólamál og útkoma íslenskra nemenda í Pisakönnunum sýnir ađ ţađ er mikiđ ađ í mennta- og skólamálum. Strax ćtti ađ bregđast viđ og stíga á stokk og heita ţví ađ koma málum í viđunandi horf. Ţetta virđast flestir sjá nema helst nokkrir talsmenn kennara. Ţćr úrtölu- og kyrrstöđuraddir mega ekki koma í veg fyrir ađ strax verđi brugđist viđ og ţađ gert sem gera ţarf. 

Á sama tíma skýrir forstjóri Barna og unglingastofu frá ţví ađ áhćttuhegđun og ofbeldisbrotum barna og unglinga hafi fjölgađ gríđarlega. Ţar er líka ljóst ađ ţar verđur líka ađ bregđast viđ.

Stjórnmálamenn ţjóđarinnar hafa látiđ reka á reiđanum og árum saman hefur ríkissjóđur veriđ rekinn međ miklum halla. Ţegar forsćtisráđherra tilkynnir á alţjóđavettvangi ađ viđ ćtlum ađ styrkja Úkraínu um 4 milljarđa á ári nćstu fjögur árin, ţá er allt ţađ fé tekiđ ađ láni og börnunum okkar ćtlađ ađ borga ţađ.

Börnunum, sem fá ekki tilhlýđilega menntun og eiga auk ţess viđ margvísleg vandamál ađ stríđa eins og kom fram hjá forstjóra Barna og unglingastofu. 

Íslensk tunga á í vök ađ verjast og fari svo sem horfir og íslenska ţjóđin horfir metnađarlaus á ţađ sem er ađ gerast án ţess ađ bregđast viđ ţá eru líkur meiri en minni ađ almennt samskiptamál á Íslandi áriđ 2050 verđi enska en ekki íslenska.

Stöđugt fjölgar hćlisleitendum, sem stjórnvöld hlutast svo til um ađ njóti forgangs umfram íslendinga hvort heldur sem er varđandi tannviđgerđir, lćknishjálp, heyrnartćki,mat, húsaskjól o.fl. o.fl.

Hvers eiga efnalitlir Íslendingar ađ gjalda sem hafa ekki efni á ađ veita sér ţađ sem hćlisleitendur fá ókeypis frá ríkinu sem tekur ţađ fé líka ađ láni. Útgjöld til ţess málaflokks er svo gríđarlegur ađ grípa verđur til allra ţeirra ađgerđa sem unnt er til ađ ekki eigi verr ađ fara.  

Viđ erum ekki ađ ganga til góđs götuna fram eftir veg. Viđ verđum ađ bregđast viđ. 

Einu sinni var sagt. Ţegar býđur ţjóđarsómi ţá á Ísland eina sál.

Nú býđur ţjóđarsómi ađ tekiđ verđi á málum međ öđrum hćtti en gert hefur veriđ. Á sama tíma og viđ eigum ađ vera ţjóđ međal ţjóđa, ţá skiptir mestu ađ standa vörđ um og sćkja fram varđandi uppfrćđslu barna- og unglinga og gćta ađ tungu og menningu ţjóđarinnar, frelsi ţjóđarinnar og fullveldi. Ţar verđum viđ ađ sćkja fram og varpa bruđlinu, ómennskunni og atlögu ađ ţjóđlegum gildum fyrir róđa.

Viđ eigum verk ađ vinna og ţađ verđur ađ hefjast strax.


Bloggfćrslur 22. júlí 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 74
  • Sl. sólarhring: 421
  • Sl. viku: 4062
  • Frá upphafi: 2599435

Annađ

  • Innlit í dag: 70
  • Innlit sl. viku: 3784
  • Gestir í dag: 69
  • IP-tölur í dag: 65

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband