Leita í fréttum mbl.is

Barátta við styttur og málverk.

Í gær ákvað sósíalistinn Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands að taka niður málverk af forvera sínum skörungnum Margréti Thatcher. Sósíalistum og öðrum sem vilja falsa söguna eða þola illa að horfast í augu við staðreyndir er gjarnt að ráðast gegn minnismerkjum og látnu fólki. 

Brjóstmynd af skörungnum Winston Churchill nánasta bandamanni Bandaríkjanna í síðari heimstyrjöld var komið fyrir á skrifstofu forseta Bandaríkjanna, en Obama gat ekki horfst í augu við styttuna og lét fjarlægja hana. Sama gerði Biden líka þegar hann tók við embætti.

Menn lítilla sanda lítilla sæva eiga iðulega erfitt með að horfast í augu við stórmenni jafnvel þó jarðvist þeirra sé löngu lokið og þau grópuð í málverk eða styttur. 

Við Íslendingar höfum ekki farið eins mikinn og engilsaxar í að fjarlægja styttur vegna pólitísks rétttrúnaðar, en þó varð almættinu í Reykjavík verulega á í messunni þegar samþykkt var samhljóða í Borgarstjórn Reykjavíkur að fjarlægja styttu af merkasta æskulýðsleiðtoga Íslands, sr. Friðrik Friðrikssyni vegna bæjarslúðurs.

Styttan af sr. Friðrik Friðrikssyni, sem var bæjarprýði við Lækjargötuna var reist að áeggjan allra helstu borgara þessa lands og með frjálsum samskotum þeirra. Þeir fengu listamann til að gera styttuna og Reykjavíkurborg sóttist eftir að setja hana upp við Lækjargötuna. 

Borgarráð samþykkti að taka styttuna niður og hvað svo? Reykjavíkurborg á ekki styttuna, en hefur neitað að afhenda hana. Af hverju? Eiginkona listamannsins hefur farið fram á að fá styttuna á grundvelli höfundar og sæmdarréttar listamannsins. Reykjavíkurborg neitar og ætlar sér að geyma hana í einhverjum kjallara bak við luktar dyr þar sem engin fær að sjá hana.

Gertæki Reykjavíkurborgar er verra en aumingjaskapur og fordómar Keir Starmer, Obama og Biden. Reykjavíkurborg vill ekki lengur hafa syttuna til sýnis en neitar síðan þeim sem eiga tilkall til hennar og vilja að hún fái veglegan sess um að fá hana. Hvers konar vinnubrögð eru þetta eiginlega?

Svona bolabrögð og tuddahátt er ekki hægt að líða.

Vonandi sér hinn nýji borgarstjóri ljósið hvað það varðar. 

 


Bloggfærslur 30. ágúst 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 350
  • Sl. sólarhring: 543
  • Sl. viku: 4171
  • Frá upphafi: 2427971

Annað

  • Innlit í dag: 322
  • Innlit sl. viku: 3858
  • Gestir í dag: 305
  • IP-tölur í dag: 284

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband