Leita í fréttum mbl.is

Vondur stjórnmálamaður

Angela Merkel fyrrum kanslari Þýskalands hafði eitt mamarkmið í pólitík, að hanga á völdunum sem lengst. Að öðru leyti skorti hana framtíðarsýn. Helstu stjórnmálamenn Evrópu hafa hver um sig sömu sjálfhverfu (narcicísku) framtíðarsýnina.

Til dyggðaflöggunar ber að skreyta sig með woke hugmyndum ímyndarstjórnmálanna varðandi kyn og loftslag og taka vel á móti ólöglegum innflytjendum, en láta atvinnulíf og hag eigin borgara eiga sig nema upp komi vandamál sem ekki verður komist hjá að taka á. 

Þannig gengur þetta í friðsælum heimi velsældar meðan ekkert bjátar á og engin ruggar bátnum. Þessi stjórnmálastefna hefur verið reynd fyrr í Evrópu m.a.af Lúðvík 15 Frakkakonungi.

Þar sem blöð og fréttastofur eru hættar að gera annað en að dansa með í gleðileik ímyndarstjórnmálanna, þá veita þau ekki það aðhald, sem ætlast er til og þau gerðu á árum áður. 

Íslenskir stjórnmálamenn feta sama stíg og Angela Merkel gerði. Aumkunarverðasta og hlægilegasta dæmið er það sem Morgunblaðið hefur rifjað upp með sýningarnar og lúðrablásturinn um árabil vegna íþróttavalla og halla, sem eru eins og nýju fötin keisarans voru á sínum tíma í ævintýrinu.

Ekki hefur örlað á því í sýndarveruleika íslenskra stjórnmála að vilji sé til að taka á þeim alvarlegum teiknum sem eru á lofti vegna óhófseyðslu ríkisins á tímum náttúruhamfara og loðnubrests.

Í dag kemur Alþingi saman og fróðlegt verður að sjá hvort að fjárlagafrumvarpið tekur mið af þeim veruleika sem blasir við þjóðinni og reynt verði að sýna ráðdeild og sparsemi. Hægt er að telja upp á að svo verði ekki. Stjórnmálastétt sýndarverulekans hentar það ekki.

Ríkisstjórnin lætur engan bilbug á sér finna, þó innan hennar sé ekki samstaða um neitt sem máli skiptir og þar sitji hver á sviráðum við annan, en hugmyndafræði Merkel og Lúðvíks 15 stendur þar fyrir sínu. 

Lúðvík 15 sagði hrunið kemur eftir minn dag og hafði engar áhyggjur. Það hafði Angela Merkel ekki heldur. Franska stjórnarbyltingin kom í kjölfar stjórnleysis Lúðvíks 15 og vaxandi vandamál eru í Þýskalandi vegna stjórnleysisins.

Ríkisstjórn Íslands telur samt hvað sem öðru líður rétt að feta sama veg í hugmyndafræðilegu tómarúmi að undanskildu því að hanga sem lengst á völdunum.

 

 

 

 

 


Bloggfærslur 10. september 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 326
  • Sl. sólarhring: 640
  • Sl. viku: 4147
  • Frá upphafi: 2427947

Annað

  • Innlit í dag: 301
  • Innlit sl. viku: 3837
  • Gestir í dag: 288
  • IP-tölur í dag: 269

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband