Leita í fréttum mbl.is

Að forðast raunveruleikann

Í Háskólabíó s.l. föstudag þ. 13.sept veitti forsætisráðherra, Salman Rushdie bókmenntaverðlaun Halldórs Laxnes. Við það tækifæri minntist forsætisráðherra ekki á baráttuna fyrir tjáningarfrelsinu, sem kom á óvart, vegna þess að frá árinu 1989 þurfti Salman Rushdie að vera í felum undir lögregluvernd allan sólarhringinn vegna bókar hans "Sálmar Satans."  E.t.v. var það af ráðnum hug, sem forsætisráðherra minntist ekki á baráttuna fyrir tjáningarfrelsinu og ofsóknaræði Íslam gegn grundvallarmannréttindum eins og tjáningarfrelsinu vegna þess, að það er augljóst,að Salman Rushdie reynir að gera sem minnst úr því fári og ofsóknum, sem hann hefur þurft að sæta og lætur að því liggja að þetta hafi allt verið misskilningur. 

Ayatollah Khomeini yfirklerkur Íran dæmdi Rushdie til dauða 1989 með "fatwa". Þessi dauðadómur fól í sér, að hver sanntrúaður múslimi átti að leitast við að drepa Rushdie og alla þá sem kæmu að útgáfu bókarinnar. Innan 24 klukkustunda var Rushdie kominn í felur. Einn helsti foringi múslima í Bretlandi var spurður um þetta og hann sagði að miðað við aðstæður væri dauðinn of einfaldur fyrir Rushdie. 

Söngvarinn Cat Stevens sem snérist til Íslam og kallar sig Yusuf Islam var spurður hvað hann mundi gera ef Rushdie væri í hans umsjá og hann sagðist mundu hringja í Khomeini til að segja honum hvar Rushdie væri og aðspurður sagðist hann vona að Rushdie yrði brenndur á báli. Ýmsir af "góða fólkinu" lýsti yfir ógeði á þessari svívirðilegu árás á Íslam sem kæmi fram í bók Rushdie. 

Árið 1991 var ítalskur þýðandi bókarinnar stunginn og barinn til óbóta í Mílanó. Norskur útgefandi William Nygaard var skotinn þrisvar fyrir utan húsið sitt í Osló. Í Bretlandi var kastað eldsprengjum á bókabúðir þar sem bókin var til sölu og árið 1989 sprengdi Mahmoud Mazeh sanntrúaður múslimi sig í loft upp ásamt nokkrum hæðum á hóteli í London þegar hann var að koma fyrir sprengju ætlaðri Rushdie

Rushdie lifði af vegna varnaraðgerða sem breska ríkisstjórnin greip til í kjölfar dauðadóms Khomeini, en varanlegar afleiðingar þessa fatwah á tjáningarfrelsið hafa verið miklar og margvíslegar. Ritskoðun óttans hefur tekið völdin og svo virðist sem sú ritskoðun hafi jafnvel fundið sér stað við þá verðlaunaafhendingu sem fór fram í gær í Háskólabíói.

Söngvar Satans voru ekkert misskildir á sínum tíma, það er rangt hjá Rushdie. Fólk og þá sérstaklega múslimar skyldu vel hvað verið var að fjalla um. Þarna var komið við eina viðkvæmustu kviku í Íslam söngvarnir sem opinberuðust Múhammeð sem súrur í Kóraninum en þurfti síðan að strika út þegar í ljós kom að þetta var ekki opinberun frá Allah. Á hvaða spurningar kallaði það?

Það er hins vegar vel skiljanlegt að Rushdie sem hefur þurft að sæta ofsóknum og líkamsmeiðingum allt frá 1989 skuli vilja tóna þessa hluti eins mikið niður og mögulegt er. Það er hinsvegar skylda okkar sem er annt um tjáningarfrelsið að minnast þeirrar ógnar sem tjáningarfrelsinu stafar frá Íslam og í því sambandi skulum við þakka Rushdie fyrir sitt framlag og minnast þeirra sem létu lífið eða hafa þurft að sæta ofsóknum vegna þess að þau þorðu að hafa skoðanir og opinbera þær: Fólk eins og Pim Fortyn, Oriana Fallaci, ritstjórn Charlie Hebdoe, Theo van Gogh og Bill Bawder. Þau Pim Fortyn, Theo van Gogh og ritstjórn Charlie Hebdoe voru myrt fyrir skoðanir sínar. 

Misskilningur?

 


Bloggfærslur 14. september 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 1285
  • Sl. sólarhring: 1329
  • Sl. viku: 5713
  • Frá upphafi: 2375840

Annað

  • Innlit í dag: 1162
  • Innlit sl. viku: 5243
  • Gestir í dag: 1069
  • IP-tölur í dag: 1005

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband