Leita í fréttum mbl.is

Gilda lögmál samkeppninnar ekki fyrir Samkeppniseftirlitið?

Í 1.gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 segir að lögin hafi það að markmiði að efla virka samkeppni í viðskiptum og þar með vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins.

Samkeppniseftirlitið hefur yfirumsjón og eftirlit með að markmiði samkeppnislaga verði náð og samkeppni verði sem virkust til þess að allir framleiðendur sitji við sama borð og neytendur fái góða og ódýra þjónustu. 

Þá er spurning hvað með Samkeppniseftirlitið sjálft. Ber því ekki í starfsemi sinni að viðhafa virka samkeppni?

Í nýjasta tbl. Viðskiptablaðsins kemur fram, að lögfræðiskristofan Lagastoð hafi séð um mál fyrir Samkeppniseftirlitið s.l. ár og frá og með árinu 2022 hafi lögmannsstofan fengið greitt um 120 milljónir þar af 39 milljónir á tímabilinu janúar til maí á þessu ári eða sem svarar kr. 7.8 milljónir á mánuði. 

Ekki verður séð, að Samkeppniseftirlitið hafi leitað eftir tilboðum eða gefið lögmönnum almennt kost á því að bjóða í þessa þjónustu. Samkeppniseftirlitið sjálft sér ekki ástæðu til að fara að í samræmi við grundvöll þeirra laga sem það hefur umsjón með og tilvera eftirlitsins byggir á. 

Hver á nú að gæta þess að Samkeppniseftirlitið fari að Samkeppnislögum?

Eða eins og Rómverjar sögðu til forna. Quo custodiet ipsos custodes (Hver gætir sjálfra varðanna)

 


Bloggfærslur 9. september 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 768
  • Sl. sólarhring: 1214
  • Sl. viku: 3917
  • Frá upphafi: 2373745

Annað

  • Innlit í dag: 710
  • Innlit sl. viku: 3620
  • Gestir í dag: 683
  • IP-tölur í dag: 646

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband