Leita í fréttum mbl.is

Hvað nú Jóhann Páll?

Við það verður ekki unað, að hagfelld, náttúrvæn virkjun eins og Hvammsvirkjun verði stöðvuð vegna vægast sagt sérkennilegs héraðsdóms.

Því miður er svo komið að við búum við orkuskort á meðan við eigum gnógt vistvænnar, náttúrlegrar orku í ám og fallvötnum. Á starfstímabili sínu sem stjórnmálaflokkur tókst Vinstri grænum að vera á móti öllum tillögum um vantsaflsvirkjanir og töluðu jafnan um að það væri verið að drekkja landinu. Allt var það froðusnakk og bull.

Nú er svo komið að regluverk og rammaáætlanir varðandi raforkuöflun eru orðnar með þeim hætti, að nýr orkumálaráðherra getur ekki annað í framhaldi af þessum héraðsdómi, hversu vitlaus svo sem hann kann að vera, en taka alla löggjöf orkumála til gagngerðrar endurskoðunar og einfalda og auðvelda ferli bygginga nýrra vatnsaflsvirkjana. 

Jóhann Páll Jóhannsson orkumálaráðherra verður strax að láta ganga frá frumvarpi til laga um Hvammsárvirkjun, sem lagt verður fyrir Alþingi sama dag og það kemur saman og stefnt á að það verði afgreitt á fyrstu starfsdögum þingsins.  

Ef til vill verða vindmyllugarðar sem raska verulega ósnortnu víðerni og útsýni það sem helst kemur til að minna á afleiðingar af orkufjandsamlegri stefnu Vinstri grænna þann tíma sem sá flokkur hafði áhrif í íslenskum stjórnmálum illu heilli. En þeirra tími er liðinn og nú verður að láta verkin tala.

Orkumálaráðherra á tvo kosti að láta verkin tala og knýja á um að vinna við Hvammsárvirkjun hefjist þegar í stað. Eða að verða  odæmdur af  verkleysi. 

 


Bloggfærslur 19. janúar 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 523
  • Sl. sólarhring: 556
  • Sl. viku: 4253
  • Frá upphafi: 2465059

Annað

  • Innlit í dag: 499
  • Innlit sl. viku: 3937
  • Gestir í dag: 490
  • IP-tölur í dag: 480

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband