Leita í fréttum mbl.is

Því er hættast við að ofmetnast sem af veslu batnar

Filipus II Makedóníukonungur hafði mikinn metnað bæði fyrir sjálfan sig og son sinn Alexander, sem síðar var nefndur hinn mikli. Hann fékk færasta kennara, heimspeking og fræðimann samtímans sjálfan Aristóteles til að kenna syni sínum. 

Fyrir margt löngu las ég um þegar Aristóteles var að kenna verðandi stjórnanda víðlendasta ríkis veraldar um fólk og hverju mætti búast við af því, þar sem hann sagði við Alexander:

"Því er hættast við að ofmetnast sem af veslu batnar" 

Mér hafa oftar en einu sinni dottið þessi vísdómsorð Aristótelesar í hug síðustu daga þegar ég fylgist með framgöngu Ingu Sæland. 

Það er aumkunarvert að horfa upp á með hvaða hætti hún hefur tekið á málum sem varðar ólögmæta styrkveitingu til Flokks fólksins í stað þess að vinna strax að því að leysa málið á sem farsælasta hátt fyrir sig og flokkinn sinn. 

Þó kastar tólfunum, þegar hún fer fram með hótanir gagnvart embættismanni sem ekkert hefur til saka unnið, á grundvelli þess hve hún sé valdamikil og geti því eftir því sem næst verður komist valdið honum miklu tjóni ef hann fellur ekki fram og hlýðir fyrirskipunum hinnar máttugu Ingu.

Fyrst hún gerir það í lítilfjörlegu máli, sem viðkomandi embættismanni kom raunar lítið við, hvað gerist þá í málum sem varða mikilvæga hagsmuni?


mbl.is Mikil misbeiting á ráðherravaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. janúar 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 172
  • Sl. sólarhring: 181
  • Sl. viku: 2206
  • Frá upphafi: 2504993

Annað

  • Innlit í dag: 157
  • Innlit sl. viku: 2076
  • Gestir í dag: 139
  • IP-tölur í dag: 139

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband