Leita í fréttum mbl.is

Vanda verður til verka

Það ber að þakka Bjarna Benediktssyni að draga það ekki lengur, að tilkynna um afsögn sína. Ljóst er að ákveðið tómarúm myndast þegar valdamikill formaður kveður eftir 16 ára formennsku. Afsögn Bjarna kemur þó ekki á óvart og má ætla að bæði pólitískar og persónulegar ástæður valdi því. 

Það er í sjálfu sér ekki eftirsóknarvert fyrir mann sem er búinn að vera atkvæðamesti ráðamaður í íslensku samfélagi í meir en áratug, að ætla að setjast í stjórnarandstöðu eftir að flokkurinn hafði beðið mesta afhroð sem hann nokkru sinni hefur fengið í kosningum. 

Jóhann Hafstein fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins sagði á sínum tíma á Landsfundi, þar sem tekist var á um mannvirðingar í flokknum, að það væri engin maður svo merkilegur að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki merkilegri. Ég hef alla tíð verið sammála þessum orðum Jóhanns Hafstein og talið að það væri mikilvægt á örlagatímum að reynt væri að ná sem víðtækastri sátt um nýja forustu í Sjálfstæðisflokknum. Persónulegur metnaður einstaklinga hefur þó jafnan girt fyrir það. 

Tímann þarf þá að nýta vel. Sem betur fer á Sjálfstæðisflokkurinn á að skipa fleira hæfu fólki en nokkur annar stjórnmálaflokkur í landinu jafnvel þó þeir legðu allir saman. En vandinn er að velja þann til forustu, sem veldur keflinu best og er tilbúinn til að hlaupa markvisst til að ná þeim sigursveig sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf að vinna til í næstu kosningum. Verði vandað til verka nú og þess gætt að móta stefnu og vinna í samræmi við Sjálfstæðisstefnuna á grundvelli mannúðlegrar markaðhyggju.

Fyrir nokkru lauk ég við að lesa viðtalsbók Matthíasar Johannessen fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins við ýmsa mæta Íslendinga m.a. Maríu Maack, sem lengi vel var helsta forustukona Sjálfstæðiskvenna. Hún segist aldrei hafa sóst eftir mannvirðingum, fara á þing eða í borgarstjórn, heldur að hlúa að fólki og hrifist að þeim sem börðust fyrir Sjálfstæði Íslands og lagt þeim málstað lið. 

Sjálfstæðisflokkurinn þarf nú að kalla slíkt fólk til leiks og og fela þeim forustu, sem að bestu manna yfirsýn eru líkleg til að leiða flokkinn á ný til þess öndvegis í íslenskum stjórnmálum sem hann á skilið.  


Þrettándinn

Þrettándinn er síðasti dagur jólahátíðarinnar sem byrjar að kvöldi þ.24.desember og lýkur þ. 6. janúar. Hvers vegna er þetta svona. Sumum dettur í hug, að þetta sé vegna íslensku jólasveinanna,en það fer þá í bág við hugmyndina um að þeir séu einn og átta eða alls níu.  Þá rímar það ekki við þá skoðun ýmissa annarra þjóða að jólasveinninn sé aðeins einn. 

Hátíð þrettándans er ekki mikil eða merkileg hér á landi, en í ýmsum öðrum löndum er þetta einn helsti hátíðisdagur jólahátíðarinnar t.d. í grísku kirkjunni og á Spáni er þetta kallað dagur konungana og farið er í skrúðgöngur og gefnar jólagjafir. 

Þessi þrettán daga jólahátíð er tilkomin vegna snjallrar málamiðlunar í árdaga kristninnar þar sem vestræna eða rómverska kirkjan taldi fæðingardag Jesú vera þ.24.des og sú gríska þ. 6 jan. Góð ráð voru því dýr og samkomulag varð um að fæðingarhátíðin væri þessa þrettán daga þannig að allir fengju jafnt fyrir snúð sinn.

Óneitanlega snilldarsamkomulag,sem hefur gefist vel í hartnær 2000 ár. 

 


Bloggfærslur 6. janúar 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 519
  • Sl. viku: 2469
  • Frá upphafi: 2455830

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 2319
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband