Leita í fréttum mbl.is

Friður

Donald Trump er í mun að stuðla að friði og koma á friði. Á 9 mánuðum hefur hann sett jákvætt mark á veröldina og knúið fram friðarsamninga og frið þar sem ófriður hefur geisað nema á Gasa og í Úkraínu. Hann hefur þó gert allt sem hann hefur getað til að koma á friði á báðum stöðum. 

Á meðan stjórnmáladvergarnir frá Evrópu, eins og Macron, Starmer, Sanches, Þogerður Katrín,forsætisráðherra Írlands, Kanada og Ástralíu höfðu þaða helsta erindi á alsherjarþing Sameinuðu þjóðanna(SÞ) að verðlauna Hamas.Skamma Ísrael og sýna forsætisráðherra landsins lítilsvirðingu var Trump og teymi hans að vinna að friði á Gasa. Leiðtogar Evrópu e.t.v. að undanskildum forsætisráðherrum Ítalíu og Þýskalands gerðu það ekki einfaldara en voru ekki kallaðir til. Enda ástæðulaust. 

Vinnubrögð Trump og stjórnar hans sýna skynsemi friðarvilja en afstaða  stjórnmáladverganna í Evrópu, Ástralíu og Kanada er til þess fallin að hvetja Hamas til að berjast áfram til að fá enn meiri samúð þeirra, sem ekki tamt að hugsa með heilanum.

Hvort sem þessi friðarviðleitni Trump næst að raungerast eða ekki, liggur fyrir að hann hefur gert það sem í hans valdi stendur meðan allar vinstri stjórnir Evrópuríkja hafa gert róður hans erfiðari.

Þá er eftir stríðið í Úkraínu. Trump reynir líka að ná friði þar og þar hafa stjórnmáladvergarnir í Evrópu ekki heldur hjálpað til. Þeir tala og mæta á endalausa samstöðufundi með Úkraínu á sama tíma og þeir fóðra stríðsvél Rússa með kaupum á olíu og jarðgasi. Þegar Trump kallar eftir hertum aðgerðum gegn Rússum til að reyna að knýja þá að samningaborðinu segir forseti ráðstjórnarsambands Evrópu, Úrsúla von der Leyen að það sé nauðsynlegt að gera það þó ekki fyrr en í árslok 2027.

Það er dapurlegt að horfa á flesta forustumenn Evrópu sýna sig vanhæfa til að taka skynsamlega afstöðu og standa með Bandaríkjaforseta í friðarviðleitni hans í stað þess að andæfa og reyna að eyðileggja.

Því miður er utanríkisráðherra Íslands á fremsta bekk meðal þeirra stjórnmáladverga sem urðu sér til skammar á alsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og hafa ekki veitt Bandaríkjastjórn virkan stuðning við að koma á friði.


Bloggfærslur 1. október 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 262
  • Sl. sólarhring: 351
  • Sl. viku: 4193
  • Frá upphafi: 2610732

Annað

  • Innlit í dag: 244
  • Innlit sl. viku: 3916
  • Gestir í dag: 236
  • IP-tölur í dag: 228

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband