Leita í fréttum mbl.is

Friður?

Mikið fagnaðarefni, að fyrsti hluti friðaráætlunar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti á mestan heiðurinn af skuli hafa náðst fram að ganga. Í stað sprengjudruna og óm af skothríð fá íbúar á Gasa vonandi að hlusta á kyrrðina nema þar sem iðandi mannlíf kemur í staðinn. Ástvinir þeirra gísla hryðjuverkasamtaka Hamas, sem enn eru á lífi fá nú aftur að sjá þá og njóta samverunnar.

Vonandi tekst að halda áfram friðarferlinu og ganga frá varanlegum samningum og uppbyggingu Gasa svæðisins í þágu friðar og einingar þjóða í þessum heimshluta. Forsenda þess er að Hamas láti alfarið af stjórnun á svæðinu og við taki öfl sem vilja byggja svæðið upp til sjálfshjálpar í stað þess að það haldi enn áfram að vera á bónbjörgum hjá Sameinuðu þjóðunum eins og verið hefur í 75 ár. 

Löndin sem aðstoðuðu við að ná friðrasamningunum auk Bandaríkjanna, Katar, Egyptaland og Tyrkland þurfa að koma áfram að því að tryggja að um friðsamlega uppbyggingu svæðisins verði að ræða. 

Á sama tíma og við fögnum þessum árangri og vonum hið best með framhaldið, þá horfum við á það hversu innantóm og lítilsgild barátta atvinnumótmælandana á Vesturlöndum er. Á stundum virðist sem meginatriði slíkra mótmælenda sé að vekja athygli á sjálfum sér og mikilvægi dyggðarflöggunar sinnar. Þegar upp er staðið hefur þetta fólk engin áhrif utan þess að þjóna narcisískum kenndum sínum. Milljónir af Möggu Stínum og Grétum Túnberg megna ekki það sem Trump einn stendur fyrir í viðleitni til að ná friði. 


mbl.is Þjóðarleiðtogar fagna friðarsamkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. október 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.10.): 293
  • Sl. sólarhring: 398
  • Sl. viku: 2368
  • Frá upphafi: 2613568

Annað

  • Innlit í dag: 272
  • Innlit sl. viku: 2184
  • Gestir í dag: 268
  • IP-tölur í dag: 263

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband