Leita í fréttum mbl.is

Kæri Jón

Kæri vinur minn Jón Gunnarsson. Skelfing fannst mér það lítið líkt sjálfum þér, sem þú skrifar um "stolnar" fjaðrir Guðrúnar Hafsteinsdóttur eftir að hún tók við sem ráðherra dómsmála af þér 

Ég taldi eins og þú veist að heppilegra væri að Guðrún kæmi inn í staðinn fyrir aðra ráðherra t.d. Áslaugu Örnu, þar sem þú stóðst þig vel sem ráðherra dómsmála. En vinur þinn formaður flokksins ákvað þetta og því við hann að sakast. 

Með mannaskiptum í dómsmálaráðuneytinu var ekki verið að breyta um stefnu eins og þú þekkir og því hlaut Guðrún að taka við þínum málum og reka þau áfram eins og gerist við slík tækifæri. Eðli máls skv.gerir hún því grein fyrir þeim málum sem sínum málum. Hún vann áfram að þeim eða mótaði ný. 

Jón hún er því ekki að skreyta sig með stolnum fjöðrum heldur gera skilmerkilega grein fyrir þeim málum sem hún fékkst við sem ráðherra. Það gera allir stjórnmálamenn og ekkert er eðlilegra eins og þú þekkir kæri Jón minn Gunnarsson.

 


Bloggfærslur 27. febrúar 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.2.): 572
  • Sl. sólarhring: 746
  • Sl. viku: 2849
  • Frá upphafi: 2490888

Annað

  • Innlit í dag: 541
  • Innlit sl. viku: 2636
  • Gestir í dag: 538
  • IP-tölur í dag: 521

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband