Leita í fréttum mbl.is

Skynsamleg og óeigingjörn ákvörðun Guðlaugs Þórs

Guðlaugur Þór Þórðarson lýsti því yfir í Kastljósi í kvöld, að hann muni ekki gefa kost á sér sem formaður. Guðlaugur nefnir þá ástæðu helsta, að það sé heppilegt fyrir Flokkinn, að þeir sem hafi leitt fylkingar og verið í átökum vinni að því að góð samstaða verði um að að velja formann, sem getur sameinað Flokkinn og góð samstaða getur orðið um.  

Jóhann Hafstein orðaði það svo í upphafi eins Landsfundar þegar harðar var tekist á um menn en málefni, að það væri enginn maður svo merkilegur að Flokkurinn væri ekki miklu merkilegri. 

Þar sem Guðlaugur hefur í raun stigið til hliðar í bili og mælt fyrir um einingu í Flokknum, þá er eðlilegt að flokksfólk einhendi sér í það að finna frambjóðanda eða frambjóðendur sem eru líklegir til að geta náð víðtækri sátt í Flokknum og reka málefnabaráttuna af krafti.

Þessi afstaða Guðlaugs var manndómsbragð, sem hann á þakkir skyldar fyrir og vonandi gengur sú ósk hans og okkar eftir að Flokkurinn nái vopnum sínum sameinaður undir styrkri stjórn öflugs formanns. 


Bloggfærslur 3. febrúar 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.2.): 27
  • Sl. sólarhring: 391
  • Sl. viku: 3480
  • Frá upphafi: 2477633

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 3212
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband