Leita í fréttum mbl.is

Pólitískur jarðskjálfti

Það kom nokkuð á óvart að fregna að borgarstjórnarmeirihlutinn væri sprunginn. 

Það hlítur að hafa tekið á taugarnar, fyrir venjulegt borgaralega sinnað fólk, að starfa með Pírötum og Samfylkingu þar sem þessir flokkar höfðu verið valdamestir meðan Dagur B. Eggertsson var borgarastjóri og bera mesta ábyrgð á stefnu sem kjósendur hafa ítrekað hafnað, en Degi tekist að lappa upp á og búa til nýjan meirihluta með nýjum hækjum nú síðast Framsókn. 

Nú vonast Einar Þorsteinsson borgarstjóri að geta myndað nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokki, Flokki fólksins og Viðreisn. Það væri virkilega ánægjulegt ef það tækist. 

En Sjálfstæðisflokkurinn má ekki fara í meirihluta samstarf nema að ákveðnum mikilvægum skilyrðum uppfylltum. Meðal þeirra er að leggja niður óþarfa starfsemi og stofnanir tengdar woke áhugamálum fráfarandi meirihluta. Það þarf að fækka borgarfulltrúum niður í 15. Gjörbreyting í skipulagsmálum og umferðarmálum er nauðsyn til að gera Reykjavík vistvæna borg fyrir venjulegt fólk. Umhverfi verslunar og þjónustu þarf að breytast m.a. með því að gefa Laugaveginum líf til að skapa meiri fjölbreytni og gefa neytendum aukna valkosti. Svo fátt eitt sé nefnt.

Höfuðatriðið er að ná fram nýrri stefnu og nýjum áherslum skynsemi í borgarmálum, en takist það ekki er betur heima setið en af stað farið. 

Sjálfstæðisflokkurinn bregst sjálfum sér og kjósendum sínum ef hann anar út í meirihlutasamstarf án þess að ná fram gjörbreytingu í stjórnun borgarinnar og þar skipta málefni meira máli en einstaklingar.


Bloggfærslur 8. febrúar 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.2.): 24
  • Sl. sólarhring: 1273
  • Sl. viku: 3868
  • Frá upphafi: 2481474

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 3621
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband