Leita í fréttum mbl.is

Hvenær urðum við svona snargalin?

Hvenær urðu Vesturlönd skyndilega snargalin spurði Janet Daly dálkahöfundur Daily Telegraph fyrir nokkru.

Hvenær datt fólki í hug að karlmaður gæti ákveðið að hann væri kona?

Af hverju samþykkti stór hluti stjórnmálastéttar Vesturlanda að iðnbyltingin og frjálst markaðshagkerfi sem tryggði meiri velferð en þekkst hefur í mannkynssögunni væra af hinu illa sem þyrfti að gera erfitt fyrir og helst útrýma og taka upp sjálfsþurftarbúskap?

Hvernig stóð á því að hlustað er á þá sem segja að lýðræðis- og mannréttindabyltingin í kjölfar upplýsingaaldarinnar sé svívirðileg afurð feðra- og nýlenduveldisins?

Þetta rugl hafa stjórnmálamenn Vesturlanda verið að vandræðast með í tæpa 2 áratugi og sett upp ríkisstofnanir og ráðið fjölda opinberra starfsmanna til að sinna þessum ótrúlegu ósannindum og algjöru rugli á kynbreytingarstofnunum, við „sjálfbæra orkuöflun, við að níða niður markaðskerfið, gera loftslagstilraunir með trjákurli og dæla eitri á sjó og landi.

Ef til vill er þetta allt afleiðing af því þegar Vestrið sigraði kommúnismann árið 1989 og í sigurvímunni uggðu menn ekki að sér. Gömlu kommúnistarnir skriðu síðan úr holum sínum við að prédika kynjafræði, loftslagsfræði, sjálfbærnifræði, vindmyllufræði, andsamkeppnis fræði, feðraveldisfræði, rasisma þar sem fólk ljóst á hörund eru ávallt hinir illu. Allt er þetta rekið áfram eins og um trúarbrögð sé að ræða.

Sókn woke ómenningarinnar og vinstrisins gegn þeim gildum, sem gerðu Vesturlönd sterk hefur verið hörð og óvægin en á sama skapi gjörsamlega glórulaus della. Sótt er að trúarlegum gildum, fjölskyldunni, að þeim hugmyndum, að sinna verka njóti hver þannig að orka og framkvæmdavilji einstaklingsins fái að njóta sín. En wokeið og nývinstrið vill lama slíkan framkvæmdavilja einstaklingsins með alls kyns reglum boðum og bönnum sem nú tröllríður t.d. Evrópusambandinu og Bretlandi undir dyggri leiðsögn öfgavinstrisins í persónu Ed Miliband.

Þeir sem hafa mótmælt þessu rugli hafa átt á brattann að sækja og iðulega verið útilokaðir frá umræðunni auk þess að þola hatursáróður og merkimiða eins og rasistar, fasistar, fólk í afneitun eða fólk sem heldur að jörðin sé flöt hafa verið viðhöfð um okkur sem höfum haldið uppi málstað og gildum vestrænna sjónarmiða um frelsi, mannréttindi og framfarasókn á grundvelli frelsis einstaklingisins.

En skyndilega breytist umræðan eins og hendi sé veifað. Nýr forseti Bandaríkjanna bendir á það sem öllum hefði alltaf átt að vera ljóst, en í dyggðaflöggun og dekri við ruglið og afneitun á yfirburðum vestrænna gilda, hafa forustumenn Vesturlanda þ.á.m. Bandaríkjanna ekki síst afneitað því sem hefur tryggt mestu framfarasókn mannkyns fyrr og síðar þ.e. vestræn gildi, lýðræði og mannréttindi.

Forsetinn gerir ekki annað en að segja það augljósa, sem engum upplýstum manni ætti að vera hulið:

Það eru bara tvö kyn, karlar og konur. Það eru engar konur og kvár.

Það er þörf á ódýrri orku til að styðja við vöxt og aukna auðlegð og velferð.

Aukin iðnaðarframleiðslu er góð fyrir alla.

Ólöglegir innflytjendur eru hérna ólöglega og það ber að fara að lögum.

Þessi einföldu sannindi sem Donald Trump benti á í innsetningarræðunni er almenn skynsemi og engilsaxar nefna „common sense“

Mér finnst miklu skipta að fá að vita strax, hvort að þeir sem bjóða sig fram til formennsku og annarra embætta hjá Sjálfstæðisflokknum eru sammála því sem kom fram í innsetningarræðunni og vísað er til hér að ofan sem almennri skynsemi eða þeir ætla að halda áfram dyggðaflöggun og daðri við wokið og vinstrið eins og því miður átti sér stað í ríkum mæli í þau allt of mörgu ár, sem ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar var við völd. 


Misnotkun á almannafé

Nánast á hverjum degi hneykslast fréttastofa RÚV á einhverju sem varðar nýkjörinn forseta Banadríkjanna og því sem hann stendur fyrir. Ekki er minnst á það jákvæða og hverju hann hefur komið til leiðar á stuttum ferli eins og vopnahlé á Gasa sem hann á allan heiður að og að stíga skref í átt að vopnahléi og/eða friðarsamningum milli Rússlands og Úkraínu. 

Það er e.t.v. þess vegna sem að forseti lýðveldisins talaði í setningarræðu á Alþingi um aukna ófriðarhættu, að því sem skilja mátti með tilkomu nýs valdamanns í Hvíta húsinu í Washington DC.

Á RÚV þykir ekki fréttnæmt að segja frá því, að á hverjum degi eftir valdatöku Trump koma fram ný sönnunargögn um það, með hvaða hætti Biden stjórnin og raunar Obama stjórnin misnotuðu ríkisins fé og dældu út peningum skattgreiðenda í þágu aðallega woke stjórnmálasamtaka og stjórnmálamanna, en einnig til að fjármagna starfsemi stríðsherra og hryðjuverkasamtaka jafnvel þeirra sem berjast gegn bandarískum hagsmunum. 

Í stórblaðinu Daily Telegraph er vakin athygli á þessu í leiðara í dag. Þar segir að mikið af þessum styrkjum hafi runnið í gegnum USAID stofnuna en aðrir hafi verið greiddir beint úr ríkissjóði. Þannig hafi í Bretlandi ýmis woke samtök, samtök samkynhneigðra og transara notið mikilla styrkja,  sem og ólöglegir hælisleitendur og fjölmenningarsamtök.

Þetta er smátt og smátt að koma í ljós eftir því sem Elon Musk og samstarfsmenn hans í ráðuneyti sem kallast "Department of Government Efficiency" nær að grafast meira og betur fyrir um hvað hefur verið að gerast í bruðlinu hjá Biden og Obama, þar sem að peningum var iðulega dælt út til andstæðinga þeirra gilda sem Vesturlönd hafa staðið fyrir og hafa gert þau að forustuþjóðum í heiminum, þar sem best og öruggast er að búa. 

Hér á landi hefur Guðmundur Franklín einn vakið athygli á þessum ósóma í fjölmiðli og á hann þakkir skyldar fyrir það. Enginn meginfjölmiðill hefur gert þessu skil ekki einu sinni Morgunblaðið og finnst manni þó að þeim ætti að renna blóðið til skyldunar eins og Daily Telegraph í Bretlandi. 

Við íslendingar eigum rétt á að fá góðar hlutlægar fréttir svo þjóðhöfðingi okkar biskup eða aðrir framámenn verði sér ekki til minnkunar vegna þekkingarskorts og afvegaleiddrar umræðu RÚV um alþjóðamál.  

 


Bloggfærslur 9. febrúar 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.2.): 889
  • Sl. sólarhring: 1415
  • Sl. viku: 4733
  • Frá upphafi: 2482339

Annað

  • Innlit í dag: 819
  • Innlit sl. viku: 4417
  • Gestir í dag: 771
  • IP-tölur í dag: 733

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband