Leita í fréttum mbl.is

Talað tungum tveim

Í fréttaviðtali lýsti utanríkisráðherra sérstökum stuðningi við stríðsrekstur í Úkraínu, Ísland mundi greiða milljarða til að halda stríðinu áfram, gera lítið úr friðartilraunum Trump og í lokin,að varnarsveitir Ísrael væru að fremja þjóðarmorð á Gasa.

Hvað er rétt og hvað er rangt? Er hugsanlegt að fordómar, tvöfeldni og ósannindi og fordómar, komi ítrekað fram í orðræðu utanríkisráðherra Íslands?

Til að byrja með mætti spyrja Þorgerði Katrínu af hverju hún lítur svona ólíkum augum á varnarbaráttu Ísrael og Úkraínu? Hún segir Úkraínu berjast hetjulega gegn grimmu innrásarliði en Ísrael sé að fremja þjóðarmorð, þó átökin á Gasa séu vegna hryðjuverkaárásar Hamas á Ísrael. Utanríkisráðherra skiptir engu máli þó ljóst sé að átökum muni ljúka sama dag og Hamas skilar gíslum, viðurkennir tilverurétt Ísrael og hættir árásum á Ísrael.

Volodymyr Zelensky er hetja en Benjamín Netanjahu djöfull í mannsmynd. Úkraína gerir allt rétt en Ísrael allt rangt. Voru ekki Ísrael og Úkraínu fórnarlömb hrottalegrar árásar og gripu til varna? Af hverju þá að fordæma varnarbaráttu Ísrael en mæra varnarbaráttu Úkraínu?

Þeir sem styðja allar vopnahléstillögur Ísrael og Hamas, draga í efa eða eru andvíg tilraunum Trump til að koma á vopnahléi og friði milli Rússa og Úkraínu. Af hverju lýsir fólk yfir samúð með Úkraínu,en dettur ekki í hug að lýsa samúð með Ísael, hvað þá að fordæma gíslatöku Hamas og krefjast þess að gíslarnir sem eftir lifa verði losaðir úr haldi?

Af hverju er hamast á því daglega í fjölmiðlum að Ísraelsmenn séu brotlegir við alþjóðalög, en ekki ein einasta frétt eða fullyrðing um að Úkraínumenn séu það? Af hverju tönnlast fréttastofur á afstöðu öfgahópa í Ísrael en minnast ekki á sambærilega minnihlutahópa í Úkraínu?

Af hverju eru Rússar fordæmdir en ótal afsakanir settar fram vegna framferðis Hamas? Af hverju er krafist að Ísrael gefi eftir land í friðarsamningum, en ekki Úkraínumenn? Ekki er dreginn í efa réttur Úkraínumanna til sjálfstæðis, en hið gagnstæða heyrist ítrekað varðandi Ísrael. Er það eitthvað annað en Gyðingahatur?

Hvers vegna telur fólk eðlileg mistök, að hryðjuverkasveitir Hamas hafi ruglað saman líkama Shiri Bibas, sem var tekin af lífi ásamt rauðhærðu börnum sínum tveimur fyrir löngu síðan, og óþekktum Hamas liða, en þetta sama fólk dregur ekki í efa að tölur Hamas um mannfall sem birtast strax eftir hver átök hljóti að vera réttar og óvéfengjanlegar? Á sama tíma dettur þessu fólki ekki í hug að taka trúanlegar tölur frá Pútín um mannfall eða hvað margir Úkraínumenn hafa fallið. Vestrænir fréttamiðlar fjalla ekki um mannfall á þeim vígstöðvum einhverra hluta vegna.

Hamas setur allt fólk á Gasa í hættu af ákveðnu ráði með því að heyja stríð í þéttbýli með sama hætti og ÍSIS. Hamas heldur því fram að allir sem falla eða særast séu óbreyttir borgarar. Á meðal þeirra sé hátt hlutfall barna. Ekki er tekið með í reikninginn, að liðsmenn Hamas eru ekki í einkennisbúningum nema á hátíðarstundum þegar þrautpíndum gíslum er skilað. Vígamenn Hamas eru iðulega innan við 15 ára gamlir og teljast því börn. Þessi „börn“ eru samt vígamenn í herliði Hamas teflt fram til mannvíga af eldri, reyndari og viðbjóðslegri mönnum.

Engra spurninga er spurt um aðferðir Úkraínumanna eða tala fallinna óbreyttra borgara. Nái Ísrael árangri í stríðinu við Hamas verða þeir fyrir fordæmingu já og í hvert skipti sem þeir fara inn á Gasa. Þegar Úkraína hóf stórsókn inn í Kúrsk hérað í Rússlandi var því hins vegar fagnað m.a. af forsætisráðherra Breta. Hlutdrægnin er slík og svo augljós, að hún hlítur að vekja alvarlegar spurningar. Er þetta af heimsku eða lýsir þetta Gyðingahatri sem skrýtt er í felubúning mannúðar?

Hvaða kenndir ráða för hjá utanríkisráðherra Íslands, sem tikkar í öll box þeirrar tvöfeldni sem bent er á hér að framan.

Ef til vill hefði ríkisstjórnin gert réttara í því að láta utanríkisráðherra axla ábyrgð í stað konu sem þegar hafði gert það.


Bloggfærslur 30. mars 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 132
  • Sl. sólarhring: 282
  • Sl. viku: 2166
  • Frá upphafi: 2504953

Annað

  • Innlit í dag: 121
  • Innlit sl. viku: 2040
  • Gestir í dag: 113
  • IP-tölur í dag: 113

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband