Leita í fréttum mbl.is

Sjálftaka og sérkjör

Stjórnmálastéttin hefur verið iðin við að hlaða undir sig undanfarin ár. Svo er komið að iðulega er um algert siðleysi að ræða og fara þá sveitarfélög í fararbroddi og skammta sínum stjórnendum ekki úr hnefa heldur hverja handfyllina á fætur annarri. Allt er þetta vegna þess að þessi stjórnendur semja við sjálfa sig og aðra sem eiga sömu hagsmuni að gæta og þá er ekki rifist um prósentur launahækkana heldur frekar tugi prósenta. 

En öll met slær borgarstjórinn í Reykjavík. Hvernig stendur á því að laun hennar margfölduðust á stuttum tíma þrátt fyrir að vinnan sem hún innti af hendi væri afar takmörkuð.  Sjálftaka borgarstjórans með aðstoð vikapilta og vikastúlkna er óafsakanleg. Algjör spilling eins og formaður Eflingar benti á í fréttum í gærkvöldi. 

Það er þörf siðvæðingar í íslenskum stjórnmálum og nauðsyn krefur að heildar uppstokkun verði gerð á launakjörum æðstu stjórnenda landsins og allrar stjórnmálastéttarinnar. Þá verður að endurskoða alla styrki til stjórnmálaflokka og helst fella þá algjörlega niður því þar er einfaldlega um fordæmanlega sjálftöku að ræða. 

Hvernig skyldi standa á því að svonefndir félagshyggju og vinstri flokkar skuli hvað óðast láta greipar sópa um ríkis-, borgar- og sveitarsjóði. 

Hvernig ætla Sósíalistar, Flokkur fólksins og Píratar að rökfæra það að borgarstjórinn sitji áfram þrátt fyrir að rækilega hafi verið sýnt fram á að hjá henni ríður spillingin og persónuleg sjálftaka launa ekki við einteyming.


Bloggfærslur 9. mars 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.3.): 906
  • Sl. sólarhring: 906
  • Sl. viku: 2312
  • Frá upphafi: 2495840

Annað

  • Innlit í dag: 839
  • Innlit sl. viku: 2136
  • Gestir í dag: 804
  • IP-tölur í dag: 776

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband