Leita í fréttum mbl.is

Greiningardeild fær falleinkun

Nýlega er lokið síðari landsleik Ísrael og Íslands í handknattleik. Rétt er að óska leikmönnum íslenska landsliðsins til hamingju með sigur í leikjunum og tryggja sér far á HM. Engir áhorfendur fengu að vera á leikunum vegna tilmæla greiningardeildar ríkislögreglustjóra(RLS). 

Nokkru áður en síðari landsleikurinn hófst sendi greiningardeildin frá sér skýrslu um öryggismál og segir þar að "aukin ógn á Íslandi vegna hryðjuverka skýrist af því að á Íslandi séu einstaklingar/hópar sem aðhyllast ofbeldisfulla hægri öfgahyggju og jafnframt hafi þekktan ásetning eða getu til að framkvæma hryðjuverk" Af ofangreindu má því ætla að það sé og hafi verið mat greiningardeildar RLS að þessir hægri öfgamenn væru þeir sem þyrfti að óttast væri áhorfendum leyft að horfa á leikinn. Nokkur mótmæli voru fyrir utan leikstaðinn, en þar var aðallega fólk veifandi fána Hamas, innflytjendur frá Gasa og fólk sem þekkt er fyrir að vera yst til vinstri í litrófi íslenskra stjórnmála.

Meintir öfgahægrimenn létu sig greinilega algjörlega vanta. 

Nú verður sá sem þetta ritar að viðurkenna það, að hann þekkir ekki til samtaka öfga hægrimanna hvað þá til þeirra af þeirri tegund sem hafa vilja eða getu til að framkvæma hryðjuverk. Hins vegar eru hægri menn velþekktir og einkenni þeirra er að vilja lifa í sátt og samlyndi við annað fólk og gæta þess að þjóðleg gildi og menning sé virt. Ef til vill er það sú hætta sem greiningardeild RLS er að vísa til.

Þegar búið er að segja A þá þarf líka að segja B. Hvaða samtök öfgahægri manna eru það sem RLS á við?  Hvar og hvernig birtist áróður frá slíkum aðilum. Hvaða viðbúnað hafa þau haft og hvaða hryðjuverk hafa þau framið eða verið með undirbúning að. 

Frá aldamótum hafa yfir 90% mannskæðra hryðjuverka í Evrópu verið framin af öfgaíslamistum. Er þá ekki líklegt að hættan hér á landi sem og annarsstaðar í Evrópu stafi frá slíkum hópum. Af hverju er ekki vikið að því í skýrslu RLS?

Allt þetta hjal RLS bendir til þess, að þeir sem vinna þá greiningu sem um ræðir séu ekki vandanum vaxnir heldur hrapi að niðurstöðum á grundvelli fordóma en sleppi raunveruleikanum.

Í sjálfu sér ekki ólíkt því sem breska lögreglan gerði eftir hryðjuverkin í París þar sem róttækir Íslamistar myrtu í hryðjuverkaárás alla ritstjórn grínblaðsins Charlie Hebdoe, en þá var Bretland sett á hert viðbúnaðrstig og lögreglan safnaði upplýsingum um hverjir væru áskrifendur að Charlie Hebdoe og tók þá einn af öðrum til skýrslugjafar vegna gruns um möguleg hryðjverk. Þessir starfshættir bresku lögreglunnar varð aðhlátursefni, en sýndi vel hvílíkri blindu lögregluyfirvöld þar í landi eru og voru haldin, sbr. fjölda hryðjuverkaárása íslamista í Bretlandi og hróp þúsunda breskra stúlkubarna sem voru hnepptar í kynlífsánauð af íslamistum meðan lögreglan horfði í hina áttina. 

Í dag ákvað ein stærsta lögregludeild Bretlands að setja lögreglumenn í sérstakt próf þar sem hvítir lögreglumenn þurfa að gangast undir sérstakar spurningar til að áunnin forréttindi þeirra trufli ekki störfin.  Ef slíkt væri gert við hörundsdökka mundi heldur betur heyrast hljóð úr horni.

Það er alvarlegt mál hvort sem það er hér á landi eða erlendis þegar lögreglan hefur forgöngu um það að halla réttu máli og reyna að rugla umræðuna já og neitar jafnvel staðreyndum. Það hefur því miður gerst um alla Evrópu og einna frægast þegar lögreglan í Köln og reyndar Þýskalandi mótmælti því að nauðganir eða því um líkt hefði gerst við dómkirkjuna í Köln á nýársnótt. Síðar var upplýst að um víðtækar hópnauðganir ólöglegra innflytjenda frá Arabíu og Afríku hafði verið um að ræða, en hvorki lögregla né borgarstjórnaryfirvöld vildu við það kannast, en þökk sé samfélagsmiðlum þá var sannleikurinn leiddur í ljós. 

Það er dapurlegt að íslenska löreglan skuli vera komin í hóp afvegaleiddustu lögregludeila í álfunni og kunni ekki hverju sem það svo sætir, að átta sig á mismuninum á lambaspörðum og eplum hvað þá öðru sem meira máli skiptir.

Eru þeir sem bera sig af jafn lélegum vinnubrögðum og röngum niðurstöðum og greiningardeild RLS gerir í þessu plaggi, líklegir til að geta staðið vel að öryggishagsmunum Íslendinga?

 

 

 


mbl.is Aukin ógn vegna ofbeldisfullrar hægri öfgahyggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. apríl 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 185
  • Sl. viku: 2679
  • Frá upphafi: 2509807

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2484
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband