Leita í fréttum mbl.is

Það er stöðugt verið að krossfesta kristið fólk.

Við sem trúum, að krossfesting Jesú og upprisan sé söguleg staðreynd höfum trúarsannfæringu sem Páll postuli víkur víða að í bréfum sínum sem mikilvægasta inntaki fagnaðarerindis. Krossfestingin og upprisan.

Krossfestingin var notuð til að niðurlægja þá sem verið var að taka af lífi og hún var aðallega notuð gagnvart þeim sem þóttu vera landráða- eða uppreisnarmenn. En af hverju var Jesús krossfestur þrátt fyrir að hann boðaði kærleika, frið og við ættum að elska náungann eins og sjálfa okkur?

Pílatus spurði Jesú hvort hann væri konungur og hann svaraði játandi, en sagði að ríki hans væri ekki af þessum heimi. Það skipti Pílatus engu máli. Að gangast við að vera konungur var nægjanleg landráðasök til að dæma mann til krossfestingar.  

Í Mið-Austurlöndum, Nígeríu, Pakistan og víðar eru milljónir kristins fólks sem stöðugt er ráðist á og þeim ógnað og það myrt oft á hroðalegan hátt. Síðast í gær voru fréttir af því að múslimar í Nígeríu hefðu tekið 6 kristna menn af lífi fyrir það eitt að vera kristnir.

Vestrænar ríkisstjórnir eða kristnar kirkjur aðhafast ekkert. Daglegar ógnanir, morð á kristnu fólki varna þeim ekki nætursvefns og þannig hefur það verið í meir en áratug. Kristið fólk í Írak og Sýrlandi hefur verið hrakið frá heimkynnum sínum,smáð, nauðgað og myrt.

Allt að 90% kristnum hafa verið myrtir eða flúið Írak frá árinu 2003 og nær helmingur Yasida undan Íslömsku trúarrasistunum.

Hjálparstarf Vesturlanda brást þessu fólki ekki síst hinn gjörspillti vestræni Rauði kross. Kristið fólk og Yasidar urðu fyrir þvílíkum ofsóknum m.a. í flóttamannabúðum, að þeim var ekki vært. Trúarlegur rasismi Íslam er því miður hluti af trúarkenningum múslima.

Einn af hverjum tíu Sýrlendingum var kristinn þegar borgarastyrjöldin hófst. Kristnu söfnuðurnir eru í miklum vanda og óljóst hvernig nýir stjórnendur fara fram gegn þeim,en alla vega verða þeir ekki betur settir undir hinni nýju stjórn.  

Munurinn á kristinni boðun og boðun Múhameðs er að skv. okkar boðun eigum við að hjálpa öllum óháð trúarbrögðum en í boðun Kóransins er byggt á trúarlegum rasisma.

Engir trúarlegir söfnuðir verða fyrir jafn miklum ofsóknum og þeir kristnu. Með því að neita að horfast í augu við þá staðreynd og gera ekki neitt,  eru stjórnmálamenn og kirkjuhöfðingjar Vesturlanda stöðugt að láta krossfesta Krist.   


Aðeins kona sem er það líffræðilega við fæðingu er kona

Hæstiréttur Bretlands kvað samhljóða upp þann dóm í gær, að aðeins þær sem eru konur líffræðilega séu konur (only biological women are women). Ekki komi málinu við með hvaða hætti einstaklingur kyngreinir sig.

Þetta hefur það í för með sér, að aðeins þær sem eru konur líffræðilega fá aðgang að svæðum sem fyrir konur, kvennadeildum sjúkrahúsa, kvennaklósettum, geta keppt sem konur í íþróttum  o.s.frv. Transkonur hafa ekki rétt til að fara á staði sem eru fyrir konur. Það þýðir líka að annaðhvort ertu kona frá fæðingu eða þú ert það ekki.

Samtök kvenna(women for Scotland)sóttu málið,en þær berjast fyrir að réttindi kvenna séu vernduð í Bretlandi og gerðu JK Rowling höfund Harry Potter bókanna að einkenni fyrir baráttu kvenna fyrir mannréttindum.

Dómurinn segir að transkonur séu ekki konur skv. lögum jafnvel þó þær hafi vottorð upp á það og að rugla mörkunum á milli kynjanna væru til þess fallið að valda vandamálum og ruglingi. Dómurinn segir líka að tvíhyggja í kynjahugmyndum sem gefi rúm til skilgreininga á kyni hafi engar forsendur skv.lögum.

Um allt Bretland fagna konur þessari niðurstöðu og telja hana mikinn sigur í réttindabaráttu kvenna.

Svo virðist af þeirri umfjöllun sem er um þetta mál í Bretlandi, að sterkur samhljómur sé hjá samtökum kvenna, að konur hafi með þessu unnið sigur í réttindabaráttu sinni, sem þær höfðu áður náð með áralangri baráttu en tapað aftur gagnvart þeim körlum sem skilgreindu sig sem konur skv. transfræðunum og þröngvuðu sér inn á svæði sem voru einungis ætluð konum.

Við höfum almennt miðað við það í vestrænum rétti, að mannrétti séu algild. Samt sem áður er það svo, að þegar konur í Bretlandi fagna sigri í réttindabaráttu, sem grundvallast á því að líffræðilegt kyn kvenna sé ákveðin staðreynd, sem miða beri við, þá kveður við annan tón hjá foringja samtakanna 78 á Íslandi. Hún fer hörðum orðum um niðurstöðu Hæstaréttar Breta og heldur því fram, að þarna séu um alvarlegar skerðingar á mannréttindum hinsegin fólks að ræða.

Er það virkilega svo? Búlkurinn af því fólki sem er í samtökunum 78 eru hommar og lesbíur. Eru réttindi þeirra að einhverju leyti skert? Vilja samtökin 78 berjast við Guð almáttugan um það með hvaða hætti hann útdeilir líffræðilegu kyni við fæðingu barna? 

Já en nú er spurning hvaða skoðun hafa kvenfélög á Íslandi um þetta mál eða kemur þeim þetta e.t.v. ekki við eins og svo margt annað sem vekur upp spurningar um hvaða tilgangi þau þjóna.


mbl.is Orðið kona vísi til líffræðilegs kyns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. apríl 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.5.): 77
  • Sl. sólarhring: 1273
  • Sl. viku: 4723
  • Frá upphafi: 2534686

Annað

  • Innlit í dag: 67
  • Innlit sl. viku: 4412
  • Gestir í dag: 67
  • IP-tölur í dag: 67

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband