Leita í fréttum mbl.is

Stađreyndir og trú. Er hann upprisinn?

Vormorgun áriđ 33 voru ţrír menn teknir af lífi af rómverskum yfirvöldum fyrir utan Jerúsalem. Tveir voru rćningjar, en sá ţriđji Jesús Kristur var dćmdur fyrir ađ segjast vera konungur Gyđinga.

Ţrátt fyrir ađ bođa friđ, umburđarlyndi og fyrirgefningu og konungsríki Guđs hlaut hann ţessi grimmilegu örlög. Ţegar Jesús svarađi spurningu Pílatusar um hvort hann vćri konungur sagđi hann. „Ríki mitt er ekki af ţessum heimi.“ Pílatus varđađi ekki neitt um hvađa ríki. Ţett gat veriđ ógn viđ Róm og hann dćmdi Jesús til krossfestingar.

Af öllu ţví sem skrifađ hefur veriđ um Jesú, ţá er ekkert í lífi hans sem jafn mikiđ er fjallađ um og aftaka hans. Guđspjöllin lýsa ţví međ hvađa hćtti og hvar hann var negldur á krossinn, en ţćr frásagnir hafa veriđ dregnar í efa, en nýjustu fornleifarannsóknir sýna í öllu ađ ţađ sem skrifađ er í guđspjöllunum reynist vera rétt.

Guđspjöllin lýsa ţví ađ kross Jesús var reistur rétt utan viđ Jerúsalem á Golgata og síđan lagđur í gröf skammt frá. Á ţeim tíma sem Jesús var krossfestur var stađurinn ţar sem hin helga gröf er grjótnáma fyrir utan borgarmúra Jerúsalem, ţar sem grafir voru högnar inn í kletta eins og lýst er um gröfina, sem Jesús var lagđur í. Grafirnar sáust vel frá aftökustađnum, Golgata.

Nýlegar rannsóknir vísindamanna frá háskólanum í Aţenu á grafarsvćđinu, međ skanna, sýna ađ innan kapellu er líkan af grafsvćđi sem eru leifar af steingröfum sem voru höggnar inn í klettana á fyrstu öld. Nýjar fornleifarannsóknir La Sapienza háskólans í Róm, sýna ađ umhverfiđ er ţađ sem guđspjöllin lýsa. Nýjustu sagnfrćđilegu- og fornleifarannsóknir stađfesta ţví frásagnir guđspjallanna um krossfestingu og međ hvađa hćtti Jesús var grafinn ekki ađeins í ađalatriđum heldur einnig í smáatriđum. En ţó aukin ţekking okkar sýni stöđugt betur, ađ frásagnir guđspjallana um aftöku Jesús hvar og hvernig og greftrun hans, er sönn, ţá er ţađ okkar ađ meta og trúa eđa hafna upprisu Jesús Krists á páskadag.

Eftir ađ Jesús var handtekinn flúđu lćrisveinarnir og helsti stuđningshópur hans fór í felur nema örfáir ađallega konur sem voru viđstödd krossfestingu og greftrun Jesús.

Hópurinn sem fylgdi Jesús til Jerúsalem hafđi í fögnuđi talađ fyrir kćrleika, friđi og ţá sérstaklega konungsríki Guđs, sem var allt annađ ríki,en ţađ ţar sem ţeir Kaífas ćđsti prestur og Pontíus Pílatus höfđu međ ađ gera.

Allt var ţetta svo dásamlegt. En síđan var leiđtoginn tekinn af lífi. Allt hrundi. Fiskmennirnir frá Galíleu hugsuđu ekki um annađ en ađ koma sér heim sem fyrst, hrćddir og vonsviknir.

En svo gerđist undriđ, sem gjörbreytti lífi ţeirra og tilveru og veraldarsögunni. Ţeir fylltust krafti og voru tibúnir til ađ ganga í gegn um raunir og píslir og dauđa fyrir trú sína á fagnađarerindiđ um Jesús Krist eftir ađ hafa orđiđ vitni ađ upprisu hans.

Svo hart sóttu kristnir menn fram eftir ţetta í trúarhita, ađ ţeir náđu ađ leggja sjálft hiđ ósigrandi Rómaveldi ađ velli. Hvort sem fólk trúir ţví eđa ekki ađ Jesús hafi gert kraftaverk, ţá er framganga kristins fólks međ ţeim hćtti eftir upprisu Jesú ađ ţađ er stórkostlegasta kraftaverkiđ. 


Jörđin er ekki flöt hún er hnöttótt.

Ţađ ţurfti dóm Hćstaréttar í Bretlandi til ađ skilgreina ţađ augljósa, ţá líffrćđilegu stađreynd, ađ konur séu ţćr sem eru ţađ líffrćđilega. Konur eru međ leg, en ekki ćxlunarfćri karla hvort sem ţau hafa veriđ fjarlćgđ eđa ekki. 

Í kjölfariđ hefur fréttastofa RÚV fariđ hamförum, ţar sem talađ er viđ forustufólk í samtökunum 78 og fleiri sömu gerđar, sem harma dóm Hćstaréttar Bretlands og telja vegiđ ađ mannréttindum óskilgreinds hóps fólks. Fréttastofa hefur ekki fjallađ um dóminn málefnalega og hvađ olli ţví ađ konur í Skotlandi töldu nauđsynlegt ađ fá niđurstöđu dómsins, svo konur gćtu áfram nýtt áunnin réttindi í búningsklefum og klósettum. 

Vegna ţessarar meintu mannréttindaskerđingar sem forustukona samtakanna 78 talar svo fjálglega um, ţá hlítur grundvallarspurningin ađ vera: Getur einhver öđlast mannréttindi sem hann hafđi aldrei eđa glatađ slíkum mannréttindum?

Ţegar ţađ ţarf dóm Hćstaréttar í landi eins og Bretlandi til ađ dćma um augljósar stađreyndir, ţá hlítur sú spurning ađ vakna hvenćr sá sami Hćstiréttur fćr ađ glíma viđ ţá flóknu spurningu hvort jörđin sé flöt eđa ekki. Í raun er viđfangsefiđ ţađ sama. Spurningin um niđurstöđu á grundvelli heilbrigđrar skynsemi sem engilsaxar nefna "common sense".

Dómur Hćstaréttar Englands í ţessu máli er bara "common sense" hvort sem fréttastofa RÚV gerir sér grein fyrir ţví eđa ekki. 


Bloggfćrslur 19. apríl 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 291
  • Sl. sólarhring: 302
  • Sl. viku: 3792
  • Frá upphafi: 2513596

Annađ

  • Innlit í dag: 273
  • Innlit sl. viku: 3550
  • Gestir í dag: 259
  • IP-tölur í dag: 255

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband