Leita í fréttum mbl.is

Það sem ekki má tala um.

Varaforseti Bandaríkjanna(USA)sagði í heimsókn forsætisráðherra Bretlands(UK) í Hvíta húsið að „tjáningarfrelsið væri í í vaxandi mæli takmarkað í UK. Forsætisráðherrann mótmælti þessu og sagði að tjáningarfrelsi hefði verið í UK um langt skeið og mundi vera það áfram um langa framtíð.

Samt sem áður var húsmóðir í Bretlandi dæmd í 31 mánaðar fangelsi óskilorðsbundið fyrir „hatursorðræðu“ þegar hún setti færslu á vef sinn í geðshræingu eftir að þrjár litlar stelpur voru stungnar til bana af hryðjuverkamann í Southport á Englandi. Konan sagði að fólk mætti kalla sig rasista, en það þyrfti að losna við hælisleitendur úr hótelum og kveikja í þeim. Færsluna tók hún niður fjórum tímum síðar. En það skipti ekki máli. Hún var dæmd 31 mánaða fangelsi og fær ekki leyfi til að sinna fársjúkum eiginmanni sínum og 11 ára dóttur þó hún sé fyrirmyndarfangi og hafi afplánað meira en þriðjung refsingarinnar. Af hverju er refsing hennar þyngri en t.d. innbrotsþjófs?

Dómurinn yfir þessari konu og meðferð yfirvalda gagnvart henni sýna vel hve refsiákvæði um svokallaða hatursorðræðu geta verið varhugaverð.

Nú hefur innanríkisráðuneyti Breta bannað frönskum rithöfundi Renaud Camus að koma til Breta og flytja erindi um hætturnar sem stafa af fjöldainnflutningi fólks af framandi þjóðerni.

Árið 2011 kom út bók eftir Camus „Le Grand Remplacement“ (Endurnýjunin mikla), þar sem hann heldur því fram að óheftur innflutningur fólks til landa Vestur Evrópu, sé hluti af stefnu valdhafa, til að núverandi íbúum verði skipt út fyrir fólk með aðra menningu.

Þessa skoðun þolir innanríkisráðuneyti Breta ekki og tilkynnti Camus, að vera hans í Bretlandi mundi ekki stuðla að almannaheillum. Með öðrum orðum, er honum meinað að koma til Bretlands vegna skoðana sinna.

Þegar Camus er meinað að ræða um skoðanir sínar á innflytjendamálum, þá er það vísbending um að yfirvöld óttast skoðanir hans og umræður um þær. Þá er best að beita ofbeldi og þöggun.

Camus á hins vegar valkost vilji hann endilega koma til UK. Hann getur hent passanum sínum á leiðinni til UK og þá getur hann verið þar eins lengi og hann vill.

Afgreiðsla innanríkisráðuneytisins sýnir, að því miður hafði J.D.Vance varaforseti USA rétt fyrir sér þegar hann sagði að tjáningarfrelsið í UK væri í vaxandi mæli takmarkað. Því miður er það ekki svo bara í Bretlandi og mætti segja maður líttu þér nær.


Bloggfærslur 22. apríl 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 292
  • Sl. sólarhring: 336
  • Sl. viku: 2842
  • Frá upphafi: 2514627

Annað

  • Innlit í dag: 270
  • Innlit sl. viku: 2619
  • Gestir í dag: 265
  • IP-tölur í dag: 262

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband