Leita í fréttum mbl.is

Spilling eða hvað?

Winston Churchill síðar forsætisráðherra Breta, sinnti mikilvægum störfum í ríkisstórn Bretlands í fyrri heimstyrjöld. Þrátt fyrir það var hann á svo lágum launum, að hann fékk sér vinnu við blaðamennsku og kennslu, sem aukavinnu.

Sama var um stjórnmálaleiðtoga á Íslandi um og eftir miðja síðustu öld og raunar allt til aldamóta. Launin voru um og undir því sem stjórnmálamenn hefðu fengið í laun á vinnumarkaðnum. Auk þess þurftu stjórnmálamenn iðulega að leggja flokkum sínum til fé, þar sem þeir voru ekki orðnir ríkisstofnanir eins og nú.

Nú er öldin önnur og ofurlaun stjórnmálastéttarinnar auk annarra starfskjara er langt umfram það sem eðlilegt er. Í því sambandi trónir sveitarstjórnarfólk víða um land á toppi þeirrar spillingar. Sveitarstjórnarmenn einkum á höfuðborgarsvæðinu hafa því iðulega mun hærri laun en alþingismenn þrátt fyrir minni vinnu. 

Í gær var sagt frá því að bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi hefði náð hæstu hæðum í launagreiðslum með setu í bæjarstjórn, ráðum og nefndum eða rúmar 1.3 milljónir á mánuði, nokkuð gott fyrir þægilega innivinnu og lítið vinnuframlag.

Þetta jafnast þó ekki á við, þegar Dagur B. Eggertsson og félagar stóðu fyrir því að setja fyrstu varaborgarfulltrúa allra flokka á laun til að fá VG sem haði misst annan fulltrúa sinn til að vera áfram í meirihlutanum. Þar fuku hundruðir milljóna vegna pólitísks ránsskapar Dags og félaga.

Á sínu tíma voru nefndir sveitarstjórna stofnaðar í tvennum tilgangi aðallega. Fá fólk með sérþekkingu til að fjalla um mál þar sem fagþekking var æskileg og jafnvel nauðsynleg og stuðla að valddreifingu. Nú keppast bæjarfulltrúar við að komast í launahæstu nefndirnar þar sem þeir fá ókeypis að borða um leið og þeir innbyrða tugi eða hundrað þúsunda í matartímanum, en hafa sjaldan gripsvit á þeim faglegu atriðum sem um ræðir.

Allt stjórnkerfi sveitarstjórna er óþarflega flókið, óskilvirkt og dýrt, að stórum hluta til að bæjarfulltrúar geti drýgt laun sín sem mest. 

Það var því að vonum að bæjarstjóri Kópavogs legði til að laun bæjarfulltrúa lækkuðu um 10% það er alla vega spor í rétta átt, en dugar samt ekki til meira þarf og pólitíska spilling sjálftökunnar er víða. 


mbl.is Píratinn trónir á toppnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. apríl 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 599
  • Sl. sólarhring: 680
  • Sl. viku: 2975
  • Frá upphafi: 2517161

Annað

  • Innlit í dag: 568
  • Innlit sl. viku: 2743
  • Gestir í dag: 544
  • IP-tölur í dag: 531

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband