Leita í fréttum mbl.is

Ber ríkinu ekki ađ virđa dóma Hćstaréttar

Bryndís Haraldsóttir ţingmađur spurđi fjármálaráđherra ađ ţví hvort stofnun, sem hann rćđur yfir ÁTVR hefđi brugđist viđ dómi Hćstaréttar og tekiđ aftur í sölu vörur sem ţeir höfđu úthýst á eigin forsendum, sem Hćstiréttur dćmdi rangar og sagđi ađ ÁTVR bćri ađ taka aftur í sölu. 

Dađi Már Kristófersson ráđherra svarađi og upplýsti ađ ÁTVR hefđi ekki tekiđ umrćddar vörur í sölu og ţví miđur bullađi síđa um takmarkađ húsrými ÁTVR, sem stenst raunar enga skođun. 

Mundi fjármálaráđherra taka gilda afsökunarástćđu skattgreiđenda virđisaukaskatts, ađ skatturinn hefđi ekki veriđ greiddur vegna fjárskorts, sem afsakađi greiđslufall.

Alvarlegri voru ţó eftirfarandi ummćli ráđherranns:

"Samkvćmt íslenskum rétti er ekki sjálfgefiđ ađ ţegar stjórnvaldsákvörđun er felld úr gildi leiđi ţađ til ţess ađ fyrra ástandi skuli komiđ á, heldur er ţýđing niđurstöđunnar undirorpin mati hverju sinni."

Í ţessu máli var deilt um einfaldan hlut,hvort ákveđnar vörur skyldu vera til sölu í ÁTVR. Niđurstađa Hćstaréttar var ađ ţćr skyldu vera í sölu. Er eitthvađ matskennt í niđurstöđu Hćstaréttar eđa sem  heimilar svona orđhengilshátt ráđherra?  

Óneitanlega verđur mađur dapur ţegar einn valdamesti mađur samfélagsins fjármála- og efnahagsmálaráđhera heldur ţví fram, ađ ekki skuli fariđ ađ lögum og reynir auk ţess ađ koma sér undan ábyrgđ. 

Öll sú lögleysa sem nú viđgengst í ţessu máli er á ábyrgđ fjármála- og efnahagsráđherra sbr. 4.gr. laga nr.86/2011;

"Starfrćkja skal sérstaka stofnun Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, ÁTVR, sem sinnir smásölu áfengis og heildsölu tóbaks undir stjórn ráđherra." 

Ekki ţarf nokkur ađ velkjast í vafa, ađ stjórn ÁTVR er ráđherrann einn. Hann getur gert ţćr ráđstafanir sem hann vill og honum ber ađ gera til ađ fyrirtćkiđ fari ađ lögum.

Spurningin er ţví: 

Ćtlar ráđherra sem stjórnandi fyrirtćkisins, ađ halda áfram ađ virđa ekki dóm Hćstaréttar og baka ríkinu sífelld meiri bótaábyrgđ auk ţess vísvitandi ađ brjóta gegn lögum landsins og sýna af sér algjörlega siđlaust athćfi? 

Ţegar ţjóđskáldiđ Jónas Hallgrímsson spurđi á sinni tíđ höfum viđ gengiđ til góđs götuna fram eftir veg, ţá hugsar mađur til Ţorgeirs Ljósvetningagođa eins merkasta lögmanns á Íslandi fyrr og síđar sem sagđi:

"Ţađ mun verđa satt er vér slítum sundur lögin ađ vér munum slíta friđinn." 

Ćtlar fjármálaráđherra ađ stuđla ađ ţví?

 

 


Bloggfćrslur 29. apríl 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 480
  • Sl. sólarhring: 558
  • Sl. viku: 3023
  • Frá upphafi: 2518123

Annađ

  • Innlit í dag: 455
  • Innlit sl. viku: 2804
  • Gestir í dag: 446
  • IP-tölur í dag: 435

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband