Leita í fréttum mbl.is

Handbolti og samkynhneigð

Ríkislögreglustjóri hefur mælst til þess að landsleikir Íslands og Ísrael verði háðir fyrir luktum dyrum vegna óútskýrðrar hættu sem væri fyrir hendi ef leikurinn yrði spilaður með fullu húsi af áhorfendum.  Ekki fæst uppgefið hvað er um að ræða, en forusta handknattleiksssambandsins samþykkti þetta eftir að hafa fengið skýringar frá greiningardeild Ríkislögreglustjóra. 

Íslendingar eru ekki þekktir fyrir að láta ófriðlega á landsleikjum. Þarf þá að grípa til ráðstafana vegna ofstopaliðs, sem hingað hefur flust eða verið flutt síðustu misseri? Ríkislögreglustjóri verður að upplýsa það. 

Á sama tíma og loka verður fyrir aðgengi almennings að kappleik, segja fulltrúar samkynhneigðra að þeir verði varir við aukna fordóma í sinn garð, en segja ekki hvað um er að ræða. Getur verið að sama liðið sýni þessa fordóma og þeir sem valda því að nauðsynlegt reynist að loka fyrir áhorf á landsleik. Hvarvetna í Evrópu þar sem fulltrúar Íslamskra fordóma hafa flutt eykst andúð og ofsóknir gegn samkynhneigðum í réttu hlutfalli. 

Hvað svo sem veldur á almenningur rétt á að fá fullnægjandi upplýsingar um hvað er að gerast. 

 


Bloggfærslur 7. apríl 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.4.): 1092
  • Sl. sólarhring: 1096
  • Sl. viku: 3399
  • Frá upphafi: 2508220

Annað

  • Innlit í dag: 1027
  • Innlit sl. viku: 3182
  • Gestir í dag: 983
  • IP-tölur í dag: 942

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband