Leita í fréttum mbl.is

Verður bankað á dyrnar þínar í fyrramálið?

Af hverju afnámum við ákvæði um guðlast úr refsilögum og tókum upp ákvæði um hatursorðræðu í staðinn spyr dálkahöfundurinn Michale Deacon í grein. Honum og fleirum er ofbboðið yfir framferði bresku lögreglunnar, sem bankar á dyr fólks snemma að morgni, handtekur og framkvæmir húsleit vegna sakleysislegra ummæla. 

Hvað hefur fólkið, sem lögreglan knýr dyra hjá árla morguns gert af sér? Það hefur gerst sekt um að móðga fólk eða hópa skv. mati einhvers móðgunargjarns. 

Fólki var nóg boðið í síðustu viku, þegar lögreglan barði að dyrum og handtók fyrrum lögregluþjón 71 árs að aldri, sem hafði framið þann glæp að vara við gyðinga hatri. Raunar sá lögreglan líka að hann var með bækur sem voru hliðhollar Brexit og það var afleitt skv. lögregluskýrslunni. 

Brenni einhver Biblíuna yrði það ekki talinn hatursglæpur og mundi ekki valda vökunum hjá lögregluliði Bretaveldis. Annað gildir um Kóraninn,sbr. það þegar skólatrákur missti hann fyrir slysni og mátti þola útskúfun og leiðindi fyrir vikið. 

En af hverju er bannað að viðlagðri refsiábyrgð á Vesturlöndum að andmæla sumum trúarskoðunum? Af hverju vorum við að afnema ákvæðið um guðlast og taka upp í staðinn víðtækari lög um bann við að móðga fólk. Raunar er það svo að það virðist oft á tíðum vera nóg að einhver segi að sér sé misboðið til að hinir vösku Sérlokkar Bretaveldis fari á stúfana. 

Ef við höfum ekki frelsi til að gagnrýna það sem annað fólk heldur fram og trúir býr fólk þá við tjáningarfrelsi? 

Hvað þýðir þá fjölmenning? Má ekki ætlast til þess, að þeir sem koma til Íslands eða Bretlands, aðlagist þjóðfélagi okkar. Bæði á Bretlandi og Íslandi þá er þessu öfugt farið. Gestgjöfunum er ætlað að aðlaga sig að gestunum og mega ekki gagnrýna þá eða móðga. 

Deacon segir, að til þess sé ætlast, að fólk verði fyrir alla muni að forðast að vera með guðlast gagnvart spámanninum til að vera í friði fyrir löggunni en til þess að tjáningarfrelsi ríki, þá verði að vernda rétt fólks til að móðga múslima og hvern sem er. Það er talið sjálfsagt að hver sem er geti móðgað kristið fólk án viðurlaga. Af hverju á ekki það sama að gilda um allar lífsskoðanir hvort heldur það eru trúarbrögð,trans, sam- eða gagnkynhneigð.

Meðan löggjöfin í Bretlandi er eins og hún er, þá mega þeir sem reyna að standa varðstöðu um tjáningarfrelsið búast við því að lögreglan knýji dyra í morgunsárinu framkvæmi húsleit og handtaki fólk fyrir það sem á ekki að vera sök í siðaðra manna samfélagi, þar sem leyfi á að vera til að gera grín að hlutum, vera ósammála og þess vegna móðga fólk ef svo ber undir. 

En að sjálfsögðu gildir sú meginregla að aðgát skal höfð í nærveru sálar. 

 

 


Bloggfærslur 13. maí 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 521
  • Sl. sólarhring: 843
  • Sl. viku: 3291
  • Frá upphafi: 2526310

Annað

  • Innlit í dag: 474
  • Innlit sl. viku: 2974
  • Gestir í dag: 464
  • IP-tölur í dag: 450

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband