Leita í fréttum mbl.is

Berufsverbot

Starfsbann (Berufsverbot) hét ţađ hjá ţýsku nasistunum ţegar pólitískir andstćđingar voru reknir úr störfum sínum og fengu ekki ađ vinna vegna skođana sinna. Nú hefur dómsmálaráđherra vikiđ vaskasta lögreglustjóra landsins Úlfari Lúđvíkssyni úr embćtti vegna skođana sinna og framgöngu viđ ađ stemma stigu viđ komu hćlisleitenda til landsins ţó annađ sé látiđ í veđri vaka.

Um ţetta skrifar Hjörtur J Guđmundsson athyglisverđan pistil, sem ég leyfi mér ađ endurrita hér: 

"Fyrirvaralaust var Úlfar Lúđvíksson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suđurnesjum, bođađur á fund Ţorbjargar S. Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráđherra og ţingmanns Viđreisnar, í fyrradag ţar sem honum var tilkynnt ađ ráđningarsamningur viđ hann yrđi ekki endurnýjađur ţegar hann rynni út í haust og ađ embćttiđ yrđi auglýst til umsóknar. Úlfari var ekki greint frá ţví fyrir fundinn hvert tilefni hans vćri. Haft var eftir ráđherranum í fjölmiđlum ađ ákvörđunin hefđi veriđ pólitísks eđlis.

„Fyrirhugađar eru töluverđar breytingar á embćtti lögreglustjórans á Suđurnesjum sem eru í samrćmi viđ áherslur nýrrar ríkisstjórnar um verulega aukinn ţunga í landamćrapólitík. Ţađ liggur fyrir ađ ég mun leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöđ. Ţađ eru sömuleiđis fyrirhugađar breytingar um ţađ ađ flytja komustöđ svokallađa til Suđurnesja. Samhliđa ţví ađ ţađ er veriđ ađ skođa alvarlega ađ flytja ákveđin verkefni frá Ríkislögreglustjóra til lögreglustjórans.“

Međ ţessum hćtti rökstuddi Ţorbjörg ákvörđun sína um ađ segja Úlfari upp störfum í samtali viđ Vísi í gćr sem er áhugavert í ljósi ţess ađ hann hefur sjálfur ítrekađ kallađ eftir ţví í fjölmiđlum ađ stjórnvöld tćkju landamćraeftirlitiđ fastari tökum og bent á brotalamir í ţeim efnum.

Bćđi í tíđ núverandi og síđustu ríkisstjórnar. Ţá hefur ítrekađ veriđ fjallađ í fjölmiđlum um aukinn árangur lögreglunnar á Suđurnesjum til ađ mynda varđandi brottvísun erlendra afbrotamanna. Fyrir vikiđ hefđi mátt ćtla ađ áframhaldandi störf Úlfars féllu einkar vel ađ áđurnefndum áherzlum dómsmálaráđherra og ţćr ţar af leiđandi miklu fremur rök fyrir ţví ađ endurnýja ráđningarsamning hans frekar en ađ segja honum upp.

Hins vegar hefur Úlfar einnig bent á ýmsar brotalamir varđandu ađild Íslands ađ Schengen-svćđinu. Sú gagnrýni fellur vitanlega illa ađ stefnu Viđreisnar um ađ gengiđ verđi í Evrópusambandiđ en eins og ráđherrann sagđi var ákvörđunin pólitísk.

Fyrir skömmu ritađi Guđni Ágústsson, fyrrverandi formađur Framsóknarflokksins, grein í Morgunblađiđ ţar sem hann gagnrýndi ađildina ađ Schengen-svćđinu og vitnađi í nýleg ummćli Úlfars í Dagmálum um stöđu mála á landamćrunum ađ öđrum ríkjum ţess. Međal annars hafđi Guđni eftir honum ađ stjórnvöld yrđu ađ vakna í ţessum efnum.

„Viđtaliđ viđ lögreglustjórann er nánast samfellt neyđaróp. Ákall til stjórnmálamanna um ađ grípa í taumana,“ sagđi hann enn fremur. „Ég skora á dómsmálaráđherra ađ skođa ţá fullyrđingu Úlfars Lúđvíkssonar lögreglustjóra ađ herđa verđi löggjöfina á landamćrum,“ sagđi Guđni áfram.

Ţorbjörg svarađi á síđum Morgunblađsins og sagđi áhyggjur Guđna ástćđulausar. Taldi hún síđan upp mál sem hún vćri međ í gangi en áttu ţađ flest sameiginlegt ađ hafa átt upphaf sitt í tíđ forvera hennar. Til ađ mynda brottfararstöđ og hćlissvipting vegna alvarlegra afbrota. Réttum tveimur vikum síđar rak hún Úlfar."

Ljóst er ađ skođanir Úlfars og dugnađur viđ ađ hafa stjórn á landamćrunum féllu ekki ađ skođunum dómsmálaráđherra og stefnu ríkisstjórnarinnar. Ţess vegna varđ Úlfar ađ víkja vegna skođana sinna og ţađ ţrátt fyrir ađ hafa stađiđ sig frábćrlega vel í starfi. Svona stjórnsýsla eins og dómsmálaráđherra sýnir er fordćmanleg. 

Ef til vill er ţađ rétt sem hvíslađ er um lögregluna á höfuđborgarsvćđinu, ađ brotaţolar,sem verđa fyrir ofbeldi m.a. af hálfu erlendra leigubifreiđastjóra fái mál sín ekki tekin fyrir af lögreglu. Er ţađ hin nýja stefna sem dómsmálaráđherra vill leggja blessun sína yfir? Já og ţeir sem eru  ósammála og vilja vernda borgarana verđi ađ víkja?


Bloggfćrslur 14. maí 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Maí 2025
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 528
  • Sl. sólarhring: 914
  • Sl. viku: 3696
  • Frá upphafi: 2527139

Annađ

  • Innlit í dag: 487
  • Innlit sl. viku: 3396
  • Gestir í dag: 475
  • IP-tölur í dag: 454

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband