Leita í fréttum mbl.is

Hafa stórveldi engar siðrænar viðmiðanir.

Allt frá því að hryðjuverkasveitin Hayat Tahir al Sham(HTS)lagði undir sig Damaskus og varð ríkjandi stjórnvald í Sýrlandi hafa HTS liðar og aðrir vígahópar tengdir þeim einsog ÍSIS og Al Kaída framið fjöldamorð á trúarlegum andstæðingum, Alavítum, Kristnum og Drúsum um allt Sýrland.

Myndir hafa birst á netinu af Alawítum, heilu fjölskyldunum sem hafa verið strádrepnar, menn, konur og börn skotin af stuttu færi og líkunum stundum misþyrmt. Eftir að hafa einbeitt sér að Alawitum kom röðin síðan að kristnum og Drúsum. 

Jafn viljugar og fréttastofur Vesturlanda eru að birta daglega fréttir frá Hamas um hve margir hafi fallið á Gasa, þá bregður svo sérkennilega við að á þessi raunverulegu fjöldamorð HTS og skuggalegra félaga þeirra er aldrei minnst. Það væri þó a.m.k. einnar fréttar virði að sýna þegar fjölskyldur Alavita, kristinna og Drúsa eru reknar á flótta eignir þeirra yfirteknar af hryðjuverkamönnunum og fólkið síðan drepið á fóttanum.

Kristnir söfnuðir minnast ekki á hræðilegar ofsóknir gegn kristnum, Drúsum og Alawitum og Macron Frakklandsforseti minnist ekki á þessi svívirðilegu fjöldamorð í fyrrum nýlendu Frakka, Sýrlandi en boðar til sérstakra funda til að fordæma Ísrael.

HTS er skilgreint sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum, Bretlandi og Evrópusambandinu. Katar og Tyrkland standa á bakvið HTS. Erdogan er maðurinn sem stendur þarna helst að baki og á sama tíma og hann fordæmir Ísrael sigar hann morðhundum sínum í HTS á saklaust varnarlaust fólk þessvegna á flótta. Fjöldamorðin eru framin með velþóknun hans enda stefnir hann að því að ná til baka Íslamska veldi Tyrkjasóldána, Ottómana veldið  með næsta viðkomustað Jerúsalem, en árum saman hefur Erdogan sagt að markmiðið sé að ná Jerúsalem. 

Þjóðir og stjórnmálmenn þurfa að vanda til þess hverja þeir velja sem vini sína. Þessa gætir Donald Trump ekki og hefur átt í illdeilum við traustustu vini Bandaríkjanna þann stutta tíma sem hann hefur verið forseti á ný, en faðmar nú Al Kaída liðann Ahmad Al Sharaa stjórnanda Sýrlands og heitir því að allar viðskiptaþvinganir gagnvart Sýrlandi verði afnumdar til þess eins og Trump orðaði það; "in order to give the country a chance to greatness." (til þess að gefa landinu tækifæri til að verða stórveldi á nýjan leik) 

Áður fyrr höfðu jafnvel stórveldi eins og Bandaríkin ákveðnar siðferðilegar viðmiðanir en með faðmlaginu við Ahmad Al Sharaa og fólskulegum árásum á Dani hefur Trump sýnt því miður, að hann hefur engar siðferðilegar viðmiðanir í alþjóðlegum samskiptum.

En ætlum við að halda áfram að þegja um fjöldamorðin gegn minnihlutahópum í Sýrlandi og sýna sama siðferðilega aumingjaskapinn og Donald Trum. 

 

 

 

 


Bloggfærslur 15. maí 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 423
  • Sl. sólarhring: 728
  • Sl. viku: 3831
  • Frá upphafi: 2527961

Annað

  • Innlit í dag: 400
  • Innlit sl. viku: 3508
  • Gestir í dag: 387
  • IP-tölur í dag: 376

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband