Leita í fréttum mbl.is

Það skiptir máli

Félag hjúkrunarfræðinga beinir áskorun til stjórnvalda um að erlendir hjúkrunarfræðingar verði ekki ráðnir til starfa á Íslandi nema þeir kunni skil á íslensku. Af hverju þarf starfsgreinafélag að taka fram og berjast fyrir sjálfsögðum hlutum, sem að íslensk stjórnvöld hefðu átt í meir en áratug að gera að forgangsverkefni. 

Vegna þess að stjórnmálastéttin er metnaðarlaus gagnvart íslenskri menningu og tungu hvað svo sem sagt er á tyllidögum. 

Verði ekki brugðist við strax og gert að skilyrði að vinnandi fólk á Íslandi kunni það góð skil á íslensku,að geta gefið upplýsingar til viðskiptavina eða þjónustuaðila á íslensku er vá fyrir dyrum. 

Verði ekki brugðist við strax og íslenskan sett í öndvegi þá er hætt við því að innan 20 ára verði íslenskan ekki helsta samskiptamál á stór höfuðborgarsvæðinu, þó henni kunni að vegna betur úti á landsbyggðinni nokkur ár til viðbótar. 

Ef við missum íslenskuna þá týnist stór hluti íslenskrar menningar og við hættum að vera sérstök og íslensk en verðum eins og samkynja sandkorn á strönd þess sem greinir ekkert frá öðru. 

Finnst okkur virkilega engu máli skipta að berjast fyrir íslensku þjóðerni, menningu og tungu? Slík barátta skiptir meira máli en ákveðinn auðsöfnun hinna fáu í núinu fyrir íslenska þjóð.

 


Bloggfærslur 19. maí 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 501
  • Sl. sólarhring: 637
  • Sl. viku: 5372
  • Frá upphafi: 2531161

Annað

  • Innlit í dag: 466
  • Innlit sl. viku: 4970
  • Gestir í dag: 438
  • IP-tölur í dag: 422

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband