Leita í fréttum mbl.is

Pólitískur jarðskjálfti

Niðurstöður sveitarstjórnarkosninga og aukakosningar í Bretlandi í gær eru sögulegar.

Reform (Umbótaflokkur) Nigel Farage vann stórsigur og gengju þau úrslit eftir við þingkosningar mundi Verkamannaflokkurinn fá 156 þingmenn og tapa 255. Íhaldsflokkurinn fengi 4 þingsæti og tapaði 117. Umbótaflokkurinn fengi 427 þingsæti og bætti við sig 422 og fá afgerandi meirihluta. 

Annar eins pólitískur jarðskjálfti hefur ekki orðið í Bretlandi síðan Verkamannaflokkurinn kom á sjónarsviðið snemma á síðustu öld og skákaði Frjálslyndum í þriðja sæti.

Fyrir tveim árum ætlaði einn stærsti banki Bretlands, þar sem formaður Reform hafði bankaviðskipti, að loka á viðskipti hans sem einstaklings, ekki vegna vanskila heldur skoðana hans. Nú liggur fyrir að skoðanir hans hafa yfirgnæfandi fylgi í Bretlandi. En þetta sýnir hvað elítan er tilbúin að ganga langt til að svipta þá sem þora að tala af skynsemi og gegn Davos og Woke hugmyndafræðinni réttindum sínum. 

Woke hugmyndafræðin hefur tröllriðið Bretlandi og stærstu stjórnmálaflokkkarnir Íhald og Verkamannaflokkur gjalda fyrir að hafa tekið tillit til hennar og jafnvel fylgt henni þrátt fyrir að woke hugmyndafræðin fari í bág við það sem engilsaxar kalla "common sense" ekki síst í kynja- og innflytjendamálum.

Það eru spennandi tímar framundan í breskri pólitík. 

 


Bloggfærslur 2. maí 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 32
  • Sl. sólarhring: 748
  • Sl. viku: 3670
  • Frá upphafi: 2520232

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 3418
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband