Leita í fréttum mbl.is

Gerist ekkert?

Fyrir nokkru voru umræður á Alþingi um málefni leigubifreiða. Svo virtist sem almenn samstaða væri um, að ný lög um leigubifreiðar væru slæm og nauðsyn bæri til að gera breytingar til að tryggja öryggi neytenda og viðunandi ástand. 

Þegar Sigurður Ingi þá samgönguráðherra stóð illu heilli að nýrri löggjöf um leigubifreiðar sem reynst hefur illa, var ekki hugað að hagsmunum neytenda og þeirrar staðreyndar, að viðskiptavinir leigubifreiðastjórar eru iðulega í vondri stöðu t.d. þekkja ekki til sbr. ferðamenn eða eru ekki upp á sitt besta vegna áfengisneyslu eða annarrar neyslu. Ekkert af þessu var haft í huga þegar ganað var út í breytingar á lögunum. 

Þrátt fyrir að samstaða virtist vera á Alþingi um  nauðsyn aðgerða til að tryggja öryggi fólks og viðunandi ástan, þá hefur ekkert gerst. Þar stendur fyrst og fremst upp á samgönguráðherra að hafa frumkvæði, en þingmenn mega ekki bíða eftir því að duglaus ráðherar hristi af sér slenið. 

Þegar ófremdarástand ríkir hvort heldur er í málum sem varðar leiguakstur, fræðslumál eða annað, þá dugar ekki að setja hendur í skaut. Aðgerða er þörf strax. 

Af hverju hefur samgönguráðherra ekki gert neitt? Er það metnaðarleysi, leti eða dugleysi. Veit hann e.t.v. ekki hvað hann á að gera eða er ekki samstaða um málið innan ríkisstjórnarinnar? 

Það er ekki hægt að una við að ríkisstjórnin geri ekkert í máli sem er jafnmikilvægt fyrir neytendur og þá sem stunda leiguakstur af heiðarleika. 

 

 

O


Bloggfærslur 8. maí 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 509
  • Sl. sólarhring: 583
  • Sl. viku: 4473
  • Frá upphafi: 2523952

Annað

  • Innlit í dag: 483
  • Innlit sl. viku: 4051
  • Gestir í dag: 467
  • IP-tölur í dag: 448

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband