Leita í fréttum mbl.is

Ekki mátti tryggja öryggi borgaranna.

Yngsti bæjarfulltrúi Verkamannaflokksins í Bretlandi, Daisy Blakemore Creedon 19 ára, í Peterborough, hefur sagt sig úr flokknum, eftir að hafa verið kölluð rasisti, drusla og öðrum illum nöfnum af fyrrum samflokksfólki sínu.

Hvað var afbrot þessarar ungu stúlku? Hún lýsti áhyggjum af öryggi farþega og ökumanna smábíla í leiguakstri, en bílstjórarnir eru aðallega múslimar. Hún setti fram þá tillögu, að setja CCTV myndavélar í bílana til að tryggja öryggi bílstjóra og farþega. Það var of mikið fyrir "góða fólkið" í Verkamannaflokknum og hún var sökuð um að ráðast gegn leigubifreiðastjórum af "Asískum" uppruna, sem þýðir á bresku fjölmiðlamáli múslimar aðallega frá Pakistan.

Ungi bæjarfulltrúinn hafði  ekki áttað sig á því að í breska Verkamannaflokknum má aldrei orðinu halla gagnvart þeim þjóðfélagshópi, sbr. að flokkurinn hafnar því að rannsókn fari fram á málum sem varða nauðgunargengi múslima í mörgum borgum í Bretlandi.

Miðað við aðgerðarleysi yfirvalda í málum sem varða leiguakstur hér, spyr maður sig hvort að "góða fólkið" hér hafi sömu tök og það hefur í Bretlandi og komi í veg fyrir að settar séu reglur til að tryggja öryggi farþega. Hugmynd unga bæjarfulltrúans í Peterborough er í því sambandi allrar athygli verðar. En meira þarf að koma til. 

Það verður að gera þær lámarkskröfur að leigubifreiðastjórar tali íslensku og hafi ekki gerst sekir um ofbeldisbrot. Er ekki mál til komið, að Alþingi, samgönguráðherra og Samgöngustofa komi þessum atriðum í lag svo að fólk sé öruggt í leigubifreiðum og það sé ekki svindlað á útlendingum sem hingað koma. Hvað dvelur þessa aðila? Það er brýnt að úr þessu sé bætt strax. 

 


Bloggfærslur 9. maí 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 418
  • Sl. sólarhring: 698
  • Sl. viku: 4348
  • Frá upphafi: 2524548

Annað

  • Innlit í dag: 389
  • Innlit sl. viku: 3951
  • Gestir í dag: 379
  • IP-tölur í dag: 361

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband