Leita í fréttum mbl.is

Fluga á vegg

Mikið væri gaman að vera fluga á vegg á leiðtogafundi NATO sem hefst í kvöld. Hvað skyldu þær eðalfraukur Þorgerður Katrín og Kristrún Frosta hafa að segja um heimsmálin?

Miðað við fyrri yfirlýsingar má ætla að þær láti Trump heyra það fyrir að ráðast á Íran og styðja Ísrael. Þær sögðu að með aðgerðum sínum væru Bandaríkin að hella olíu á eld og stigmagna átökin.  

Svo er Kaja Kallas, sem fer með utanríkismál Evrópusambandsins og áður forsætisráðherra Eistlands. Hún hefur heldur betur verið digurbarkaleg í yfirlýsingum gagnvart Bandaríkjunum og Ísrael og talað af svipuðum gapuxahætti og Þorgerður Katrín. 

Fróðlegt verður að fá fréttir af framgöngu þeirra þriggja á NATO fundinum.


Enn að fara í skóna

Á meðan Evrópuleiðtogar eru enn að velta fyrir sér hvort árás Bandaríkjanna á kjarnorkuvopnaverksmiðjur Írana hafi verið brot á alþjóðalögum er hernaðaraðgerðum lokið og komið á vopnahlé milli allra aðila. Snöfurmannlega gert hjá Trump.

Það var ánægjulegt að þetta skyldi gerast áður en að Þorgerður Katrín utanríkisráðherra náði að fara í fordæmingarskóna og gera Ísland að viðundri á alþjóðavettvangi einu sinni enn. 

Sama verður ekki sagt um Macron litla Frakklandsforseta, sem langar svo mikið til að verða forustumaður Evrópu og náði að fordæma Bandaríkin um það leyti sem vopnahlé komst á. Aðrir Evrópuleiðtogar voru á sama stað og Þorgerður utanríkis, ekki komnir í skóna þegar ófriðurinn var úti og sluppu því við að verða sér til sömu skammar og Macron. 

Nú verður fróðlegt að sjá hvað gerist á leiðtogafundi NATO á morgun.

Framkvæmdastjóri NATO hélt haus í þessum hremmingum og stóð með skynsemishyggju Bandaríkjanna og Ísrael í viðureigninni við hryðjuverkaríkið Íran. Hvað munu svo svefngenglarnir forustumenn Evrópu segja. Munu þeir flaðra upp um Trump og fagna viturlegum ákvörðunum eða munu þeir reyna að finna sér skotgrafir til að skríða niður í a la Macron.

Já og hvaða afstöðu tekur "langstórasta" landið í heiminum að mati Þogerðar Katrínar.

Hefur friðaraðgerð USA og Ísrael verið réttlætt að mati svefngenglanna?


Bloggfærslur 24. júní 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 7
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 2735
  • Frá upphafi: 2566193

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 2558
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband