Leita í fréttum mbl.is

Lýđrćđi, ţingrćđi, tjáningarfrelsi og ţingsköp

Dramatíkin í ummćlum forustufólks í íslenskum stjórnmálum vegna málţófs og beitingu ákvćđis 71.gr.ţingskaparlaga ber stundum skynsemi og rökhugsun ofurliđi. Ţađ er ekki vegiđ ađ tjáningarfrelsi,ţingrćđi og ţví síđur ađ lýđrćđinu í landinu. Af gefnu tilefni vil ég biđja Hildi Sverrisdóttur afsökunar ađ hafa hana fyrir rangri sök viđ stjórnun á ţingfundi. Hún vann sér ekkert til sakar eins og forseti Alţingis upplýsti. Forsćtisráđherra varđ sér hins vegar til skammar međ rćđu sinni um orrustuna um Ísland. Sú rćđa var tilefnislaus og af ţeim sökum fáránleg.

Í umrćđum um frv. til ţingskaparlaga á Alţingi 2007, benti ég á, ađ rćđutími á Alţingi vćri rýmri en í öllum nágrannalöndum okkar og Evrópuţinginu. Ég taldi ţá og tel enn, ađ ţađ ţurfi ađ takmarka rćđutíma á Alţingi međ svipuđum hćtti og á ţjóđţingum Dana eđa Norđmanna.

Ţáverandi ţingmenn Sjálfstćđisflokks og formenn Framsóknarflokks og Sjálfstćđisflokks voru mér sammála um ţetta efni og ţáverandi formađur Sjálfstćđisflokksins sá ástćđu til ađ ţakka mér sérstaklega fyrir rćđuna. 

Nú bregđur svo viđ, ađ formenn ţessara flokka telja vegiđ ađ hornsteinum lýđrćđisins ţegar í raun er borin upp rökstudd dagskrártillaga um ađ gengiđ skuli til atkvćđa um máliđ og talađ um ađ virkjađ sé kjarnorkuákvćđi 71.gr. ţingskaparlaga, sem á ţó ekkert skylt viđ kjarnorku og er í samrćmi viđ ákvćđi sem almennt gilda í félagsstarfi og ber heitiđ rökstudd dagskrártillaga. 

Umrćđa um veiđigjald stóđ lengur en skynsamleg rök gátu réttlćtt. Öll rök og sjónarmiđ voru komin fram og ţar af leiđandi var ekki um skerđingu á málfrelsi ađ rćđa eđa vegiđ ađ ţingrćđi eđa lýđrćđi. 

En til ađ verja ţingrćđi, tjáningarfrelsi og ekki síst til ađ koma betri brag á Alţingi og gera störf ţess skilvirkari og stuđla ađ betri og vandađri lagasetningu og aukinnar virđingar fyrir Alţingi međal ţjóđarinnar ţá ćttu íslenskir stjórnmálaforingar ađ standa saman ađ breytingum á ţignskaparlögum til ađ ţeim verđi breytt ţannig ađ rćđutími ţingmanna verđi međ svipuđum hćtti og í Danmörku ţar sem hann er rýmstu af Norđurlöndunum. 

Mér finnst ástćđa til ađ skora á formann Sjálfstćđisflokksins ađ beita sér fyrir slíkum breytingum og gera alvöru úr ţví ađ móta stefnu Sjálfstćđisflokksins međ ţeim hćtti, ađ hann sé ótvírćđur forustuflokkur fyrir bćttri stjórnskipun og bćttum störfum Alţingis, til ađ tryggja lýđrćđiđ sem best.

Til ţess ađ ţađ megi verđa verđur Flokkurinn ţá ađ ganga á undan međ góđu fordćmi hvort sem hann er í stjórn eđa stjórnarandstöđu.   

 

 

 

 


Bloggfćrslur 13. júlí 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 469
  • Sl. sólarhring: 499
  • Sl. viku: 2601
  • Frá upphafi: 2564215

Annađ

  • Innlit í dag: 427
  • Innlit sl. viku: 2407
  • Gestir í dag: 399
  • IP-tölur í dag: 389

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband