Leita í fréttum mbl.is

Ţjóđin sjálf á ađ ráđa

Miklu skiptir ađ stjórnkerfiđ sé skilvirkt á sama tíma og fariđ er ađ lýđrćđislegum vilja ţjóđarinnar. Í ţví efni skiptir máli, ađ ríkisstjórn geti komiđ nauđsynlegum málum fram á sama tíma og stjórnarandstađa hafi tök á ţví ađ hafa um mál ađ segja.

Undanfarin ár hafa ţingstörf oft liđiđ fyrir langt málţóf um einstök mál. Nú ţarf málţóf ekki ađ vera óvinafagnađur og ţeir sem ţví beita hefđu á stundum mátt ná sínu fram sbr. ţađ ţegar Orkupakki 3 varđ illu heilli ađ lögum. 

Spurningin er ţá hvort hćgt sé ađ fara ađrar leiđir til ađ ríkisstjórn geti komiđ málum fram, en stjórnarandstađan hafi á sama tíma virk úrrćđi til ađ koma í veg fyrir lagasetningu, sem hún telur fráleita og andstćđa vilja ţjóđarinnar. 

Í ţví efni gćtum viđ fariđ ađ fordćmi Dana, sem hafa ţingskaparreglur sem takmarka umrćđur svo mjög ađ komiđ er í veg fyrir málţóf ađ mestu leyti, en ţriđjungur ţingmanna getur knúiđ fram ţjóđaratkvćđagreiđslu um nánast öll önnur mál en fjárlög.

Viđ gćtum gengiđ örlítiđ lengra en Danir og tryggt ađkomu ţjóđarinnar ađ málum međ ţví ađ auk ţess sem ađ ţriđjungur ţingmanna gćti knúđ fram ţjóđaratkvćđagreiđslu um mál ađ 10% kjósenda gćtu ţađ einnig. Međ ţeim hćtti vćri lýđrćđiđ öflugra, virkara og tryggara.

Stjórn og stjórnarandstađa ćttu ađ taka höndum saman um ađ gera ţćr breytingar á ţingskaparlögum og stjórnarskrá, sem treysta möguleika stjórnarandstöđu til ađ hafa virk áhrif ţó hún sé í minnihluta án ţess ađ grípa ţurfi til hvimleiđs málţófs og beitingu 71.gr. ţingskaparlaga til ađ stöđva ţađ.

Til ţess ađ lýđrćđiđ virki sem best verđur ađ setja ţá umgjörđ og lög um störf Alţingis ađ bćđi stjórn og stjórnarandstađa hafi tök á ađ hafa virk áhrif á lagasetningu.

Ţađ yrđi til vansa fyrir forsćtisráđherra úr ţví sem komiđ er, ef hún hefđi ekki nú forgöngu um ađ bođa formenn stjórnmálaflokka á Alţingi til ađ reyna ađ ná sátt um ađ gera ţćr breytingar sem nauđsynlegar eru til ađ lýđrćđiđ og ţingrćđiđ virki sem best í framtíđinni.  

 


Bloggfćrslur 14. júlí 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.9.): 198
  • Sl. sólarhring: 223
  • Sl. viku: 3648
  • Frá upphafi: 2596124

Annađ

  • Innlit í dag: 178
  • Innlit sl. viku: 3405
  • Gestir í dag: 174
  • IP-tölur í dag: 172

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband