Leita í fréttum mbl.is

Þjóðin sjálf á að ráða

Miklu skiptir að stjórnkerfið sé skilvirkt á sama tíma og farið er að lýðræðislegum vilja þjóðarinnar. Í því efni skiptir máli, að ríkisstjórn geti komið nauðsynlegum málum fram á sama tíma og stjórnarandstaða hafi tök á því að hafa um mál að segja.

Undanfarin ár hafa þingstörf oft liðið fyrir langt málþóf um einstök mál. Nú þarf málþóf ekki að vera óvinafagnaður og þeir sem því beita hefðu á stundum mátt ná sínu fram sbr. það þegar Orkupakki 3 varð illu heilli að lögum. 

Spurningin er þá hvort hægt sé að fara aðrar leiðir til að ríkisstjórn geti komið málum fram, en stjórnarandstaðan hafi á sama tíma virk úrræði til að koma í veg fyrir lagasetningu, sem hún telur fráleita og andstæða vilja þjóðarinnar. 

Í því efni gætum við farið að fordæmi Dana, sem hafa þingskaparreglur sem takmarka umræður svo mjög að komið er í veg fyrir málþóf að mestu leyti, en þriðjungur þingmanna getur knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um nánast öll önnur mál en fjárlög.

Við gætum gengið örlítið lengra en Danir og tryggt aðkomu þjóðarinnar að málum með því að auk þess sem að þriðjungur þingmanna gæti knúð fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál að 10% kjósenda gætu það einnig. Með þeim hætti væri lýðræðið öflugra, virkara og tryggara.

Stjórn og stjórnarandstaða ættu að taka höndum saman um að gera þær breytingar á þingskaparlögum og stjórnarskrá, sem treysta möguleika stjórnarandstöðu til að hafa virk áhrif þó hún sé í minnihluta án þess að grípa þurfi til hvimleiðs málþófs og beitingu 71.gr. þingskaparlaga til að stöðva það.

Til þess að lýðræðið virki sem best verður að setja þá umgjörð og lög um störf Alþingis að bæði stjórn og stjórnarandstaða hafi tök á að hafa virk áhrif á lagasetningu.

Það yrði til vansa fyrir forsætisráðherra úr því sem komið er, ef hún hefði ekki nú forgöngu um að boða formenn stjórnmálaflokka á Alþingi til að reyna að ná sátt um að gera þær breytingar sem nauðsynlegar eru til að lýðræðið og þingræðið virki sem best í framtíðinni.  

 


Bloggfærslur 14. júlí 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 345
  • Sl. sólarhring: 757
  • Sl. viku: 2721
  • Frá upphafi: 2564685

Annað

  • Innlit í dag: 334
  • Innlit sl. viku: 2548
  • Gestir í dag: 319
  • IP-tölur í dag: 310

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband