Leita í fréttum mbl.is

Ólyginn sagđi mér

Ólyginn sagđi mér ađ Palestínuarabinn sem skvetti málningu á blađamann Morgunblađsins sé sá sem sem fór yfir handriđiđ á áheyrnarsvölum Alţingis í vetur og gerđi sig líklegan til ađ beita sér af afli gegn ţingkjörnum fulltrúum ţjóđarinnar.

Ólyginn sagđi mér líka ađ ţessi mađur hefđi fengiđ hingađ 17 meintra ćttmenna sinna á grundvelli fjölskyldusameiningar(ath. engin könnun fór fram á skyldleika fólksins) međ dyggum atbeina og ađstođ forustukonu Samfylkingarinnar Karenar Kjartansdóttir. Kostnađur skattgreiđenda viđ fjölskyldu ţessa mótmćlenda er ţá líklega um 300 milljónir á ári.

Hvađ var mađurinn ađ gera međ málningu viđ mótmćli? Menn mćta ekki međ slíkt í farteskinu nema hafa ákveđiđ ađ nota málninguna. Skyldi lögreglan hafa spurt manninn ţeirrar spurningar?

Ólyginn segir mér líka ađ á sama tíma og ţetta gerđist hafi annađ gerst, sem ekki hafi vakiđ eins mikla athygli fjölmiđla. Öryggisvörđur á hóteli í Reykjavík hafi vísađ tveim hćlisleitendum út og ţeir hótađ honum međ hnífi, hann kćrt og ţeir veriđ teknir til yfirheyrslu hjá lögreglu, sem hafi sleppt ţeim ađ yfirheyrslu lokinni án ţess ađ leggja hald á hnífana.

Viđkomandi sem koma frá sćluríkjum fyrir botni Miđjarđarhafsins og hafa greinilga áhuga á ađ ástandiđ á Íslandi verđi ţađ sama og ţeir segjast hafa flúiđ frá, hafi síđan fariđ rakleiđis aftur eftir ađ lögreglan sleppti ţeim og lagt til öryggisvarđarins međ hnífi og stungunni beint ađ brjósti öryggisvarđarins, en slík stunga er lífshćttuleg, ţađ vildi öryggisverđinum til lífs, ađ hann var í stunguheldu vesti. 

Nú ţćtti mér vćnt um, ađ lögreglan gerđi hreint fyrir sínum dyrum í ţessu efni. Tóku ţeir mennina til yfirheyrslu og slepptu ţeim án ţess ađ taka af ţeim hnífana sem ţeir ógnuđu öryggisverđinum međ? Kom ekki til greina ađ setja ţá í varđhald á grundvelli öryggishagsmuna?

Ćtlar lögreglan ekki ađ bregđast viđ og taka á afbrotum fólks međ sama hćtti hvađan svo sem ţađ er upprunniđ? Sér pólitíska elítan ekki ađ ţađ er rétt sem formađur lögreglufélgsis segir, ađ ţađ ţarf ađ fjölga lögreglumönnum um a.m.k. 300 til ađ tryggja öryggi og innanlandsfriđ. Já og hvađ ćtlar hún ađ gera. Hún bjó til ţetta vandamál.

Fólkiđ í landinu vildi ţetta aldrei en var aldrei spurđ hvort hún vildi taka ţessa lauka fjölmenningarinnar upp á sína arma. Pólitíska elítan tróđ ţessu upp á ţjóđina. 

Hingađ til hefur ríkisstjórnin ekkert gert annađ en ađ bola vararíkissaksóknara Helga Magnúsi Gunnarssyni úr starfi fyrir ađ segja sannleikann um málefni hćlisleitenda. Hann og fjölskylda hans mátti sitja undir ógnunum hćlisleitenda án ţess ađ fá vernd eđa ađstođ. Hvađ skyldu ţá ađrir mega ţola sem reyna ađ spyrna viđ fótum gegn ómenningunni og ofbeldinu.

Til ađ bćta gráu ofan á svart bolađi dómsmálaráđherra  dugandi lögreglustjóra á Suđurnesjum Úlfari Lúđvíkssyni úr starfi fyrir ţá sök ađ standa sig frábćrlega vel í starfi. 

Er ekki kominn tími til ţess ađ viđ lokum landinu fyrir hćlisleitendum nćstu 3 árin a.m.k. Enga svonefnda fjölskyldusameiningu. Reynum ađ ná utan um vandann sem ţegar er kominn viđ höfum hvorki efni né ţol fyrir fleiri nćstu árin. Viđ ţurfum líka ađ fara úr Schengen og taka upp virka gćslu á landamćrunum. 


Bloggfćrslur 25. júlí 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.9.): 198
  • Sl. sólarhring: 223
  • Sl. viku: 3648
  • Frá upphafi: 2596124

Annađ

  • Innlit í dag: 178
  • Innlit sl. viku: 3405
  • Gestir í dag: 174
  • IP-tölur í dag: 172

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband