Leita í fréttum mbl.is

Komum í veg fyrir ótímabær dauðsföll og þjáningar

Sem betur fer áttuðu heilbrigðisyfirvöld sig á nauðsyn þess fyrir löngu, að skima þyrfti fyrir brjóstakrabbameini hjá konum, þeim hræðilega sjúkdómi sem tekur allt of margar konur frá okkur iðulega á unga aldri. Með því að skima fyrir sjúkdómnum náðist mikill árangur og brautryðjendastarfi Krabbameinsfélagsins verður seint þakkað fyrir þann árangur sem náðist. Í því efni eins og hvað varðar aðra illvíga sjúkdóma þá má betur ef duga skal og vonandi gengur það eftir. 

Annað krabbamein illvígt sem fleiri og fleiri karlmenn falla fyrir og hrjáir karlmenn í stöðugt meira mæli með hækkandi lífaldri er krabbamein í blöðruháskirtli. Engin almenn skimun er vegna þess krabbameins hjá körlum, en nauðsynlegt að koma henni á. Með almennri skimun fyrir blöðruháskirtils krabbameini mætti koma í veg fyrir fjölda ótíambærra dauðsfalla og auk þess bæta heilsu fjölmargra þar sem krabbameinið mundi uppgötvast á byrjunarstigi í stað þess of seint eins og gerist allt of oft. 

Á sama tíma og það ber að lofa það frumkvæði og framsýni sem var viðhaft varðandi almenna skimun fyrir brjóstakrabbamein í konum, þá á sá árangur sem náðist í þeim efnum, að vera okkur hvatning til að gera nú enn betur og koma eins vel og við getum í veg fyrir ótímabær dauðsföll og þjáningar karla með almennri skimun fyrir blöðruháskirtilskrabbameini.  

Heilbrigðisráðherra og Krabbameinsfélagið eiga hér tímbært og nauðsynlegt verk að vinna og í því efni er ekki hægt að fyrirgefa ef ekki verður brugðist við skjótt. 


Bloggfærslur 26. júlí 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 678
  • Sl. sólarhring: 952
  • Sl. viku: 5354
  • Frá upphafi: 2573342

Annað

  • Innlit í dag: 632
  • Innlit sl. viku: 5029
  • Gestir í dag: 608
  • IP-tölur í dag: 587

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband