Leita í fréttum mbl.is

Engin ókeypis hádegisverður

Af hálfu Evrópusambandsins er ekkert til sem heitir ókeypis hádegisverður. Það er heldur ekkert til sem heitir varanlegar undanþágur bara tímabundnar. 

Evrópusambandið hefur tilkynnt, að það muni leggja á verndartolla m.a. á kísiljárn og þá kemur í ljós, að hvorki við né Noregur verðum undanþegin þessum tollum. EES aðildin hjálpar okkur ekkert þrátt fyrir allt hjal um mikilvægi samstillts innri markaðar og skuldbindingar í því sambandi. 

Fróðlegt verður að heyra í öllu gáfufólkinu í Viðreisn og Samfylkingunni með hvaða hætti það afsakar að Evrópusamband Ursúlu skuli ætla að fara að eins og Trump var gagnrýndur fyrir af gáfumannaliði landsöluflokka Viðreisnar og Samfylkingar.

Ekki má heldur gleyma viðleitni ESB til að leggja á okkur alls kyns gjöld m.a. á ferðir með flugvélum og skipum vegna ímyndunar um hnattræna hlýnun af manna völdum og þá er ekki tekið tillit til sérstöðu Íslands fjarri meginlandinu. 

Með öllu er ljóst að kæmi til þess að landsölufólkið næði sínu fram og koma Íslandi inn í Evrópusambandið þá mundum við þurfa að greiða mun meira til sambandsins en við fáum vegna aðildar. Allar undanþágur sem yrðu gerðar í aðildarsamniningi væru tímbundnar m.a. í  sjávarútvegi og landbúnaði. 

Hvaða dáraskapur er það þá að ætla að fordjarfa fullveldi þjóðarinnar og sjálfsstjórn að hluta til að tengjast bandalagi þar sem hagvöxtur er mun lægri en hér og helmingi lægri en í Bandaríkjunum og orkuverð helmingi hærri en þar. 

Væri ekki frekar ráð, að byrja á því að segja okkur alfarið frá orkusamvinnu EES með uppsögn allra orkupakka, til hagsbóta fyrir neytendur og tækjum til alvarlegrar skoðunar að segja okkur frá EES samstarfinu, en ræktuðum þess í stað sem best viðskiptasambönd og samvinnu við þá þjóð, sem hefur reynst okkur best síðustu 80 ár. 


Bloggfærslur 28. júlí 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 665
  • Sl. sólarhring: 892
  • Sl. viku: 5886
  • Frá upphafi: 2574238

Annað

  • Innlit í dag: 611
  • Innlit sl. viku: 5523
  • Gestir í dag: 580
  • IP-tölur í dag: 560

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband