Leita í fréttum mbl.is

Að hata sannleikann

Þeim mun meir sem þjóðfélagið fjarlægist sannleikann, þeim mun meir hatar það þá sem segja hann sagði George Orwell í bók sinni 1984, þar sem alvalda ríkisvaldið hafði tekið að sér alla miðlun og skilgreiningu á hvað væri rétt eða rangt. 

Óþægilegar birtingarmyndir þöggunar og rangfærslna opinberra aðila og fleiri koma fram aftur og aftur sbr. Kóvíd tímabilið. 

Winston Churchill var ekki leyft að tala í breskt ríkisútvarp BBC frá árinu 1933 til upphafs síðari heimstyrjaldar í 6 ár. Samt var Churchill þingmaður og fyrrum ráðherra en BBC vildi koma í veg fyrir varnaðarorð gagnvart þursaveldi nasismans.

Með sama hætti hamast RÚV við að sniðganga þá sem hafa #óæskilegar" skoðanir. RÚV kemur markvisst í veg fyrir að þeir sem telja nauðsynlegt að taka upp virka stjórn á landamærunum og koma í veg fyrir aðstreymi hælisleitenda fái að tjá sig. Ríkisútvarpið segir ekki fréttir af stöðugum hryðjuverkum Íslamista og hamast gegn brottvísun ólöglegra innflytjenda. 

RÚV er á sama stað og BBC var gagnvart Churchill fyrir stríð sbr. t.d.viðbrögð gagnvart tveim samtökum, sem vilja virka löggæslu og virkt eftirlit á landamærunum. Samtökin "Þvert á flokka" sem hafa staðið fyrir útifundum á Austurvelli í Reykjavík og Skjöldur Íslands. Reynt er að gera lítið úr þessum samtökum Í útvarpsþáttum og fréttaskýringum og kallað til fólk með misgildar prófgráður frá háskóla til að sveipa um sig kufli fræðimannsins og fleiri úr sömu hjörð,til að sýna fram á hve þessi samtök séu fáránleg og jafnvel þjóðhættuleg. 

Ekki nóg með að reynt sé að gera lítið úr þeim sem benda á ógnina við íslenska þjóðmenningu, tungu og lífsgildi heldur er kappkostað að það fólk komist hvergi að í umræðunni því ekki má spilla dekurmynd RÚV af góða hælisleitandanum og þessvegna skal hatast út í alla þá sem segja sannleikann um þá raunverulegu ógn sem okkur sem þjóð stafar af því að í tæpa tvo áratugi hefur þjóðin ekki brugðist við og takmarkað aðstreymi til okkar fámenna lands og RÚV hatast síðan við þá sem benda á þá staðreynd að með sama áframhaldi verður íslenska ekki lengur helsta samskiptamál á höfuðborgarsvæðinu innan 20 ára. 

Svo virðist því miður sem Ríkisútvarpið sé orðið mesta ógnin við frjálsa lýðræðislega umræðu í landinu, þar sem aðeins valdar skoðanir fá að koma fram, en þeim úthýst sem vilja að Íslensk menning, tunga siðir og venjur hafi áfram griðarstað á Íslandi. Við það verður ekki unað að RÚV haldi áfram uppteknum hætti og reyni að kæfa lýðræðislega umræðu um mikilvægustu þjóðmálin.

 


Bloggfærslur 12. ágúst 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.8.): 900
  • Sl. sólarhring: 904
  • Sl. viku: 3467
  • Frá upphafi: 2583364

Annað

  • Innlit í dag: 845
  • Innlit sl. viku: 3254
  • Gestir í dag: 806
  • IP-tölur í dag: 774

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband