Leita í fréttum mbl.is

Öfgahægriflokkurinn

Frá því er sagt á vísir.is, að "öfgahægriflokkurinn"Alternative für Deutschland (AdF) mælist með mest fylgi þýskra stjórnmálaflokka 26%. En hvað réttlætir svona nafngift?

AfD vill að Þýskaland fái að vera áfram Þýskaland og harðar takmarkanir verði settar varðandi aðstreymi hælisleitenda, það eru væntanlega öfgarnar sem blaðamaðurinn vísar til.  AfD berst fyrir lýðræði, velferð og kristnum gildum. Gerir það flokkinn að öfga hægri flokki? Að sjálfsögðu ekki.  

Síðar í fréttinni segir að engin annar öfgahhægriflokkur hafi fengið jafn mikið fylgi og AfD nema nasistaflokkurinn. Raunar kaldhæðni að kalla nasistaflokkinn öfgahægri flokk. Flokk sem boðaði sósíalisma,ríkisrekstur og afnám lýðræðis. 

AfD vann stórsigur í síðustu kosningum. Kristilegir Demókratar (CDU) unnu örlítið á. Báðir flokkarnir boðuðu herta stefnu í innflytjendamálum. Sósíaldemókratar töpuðu miklu fylgi. Nú mætti ætla að það hefði verið kjörstaða CDU að bjóða AfD til stjórnarsamstarfs í samræmi við vilja kjósenda um herta stefna í innflytjendamálum. Formaður CDU ákvað að hunsa vilja kjósenda og mynda stjórn með Sósíaldemókrötum sem kjósendur höfnuðu. 

Ef eitthvað eru öfgar í lýðræðissamfélagi þá er það að virða ekki vilja kjósenda. Það gerðu CDU og Sósíaldemókratar ekki þegar þeir mynduðu ríkisstjórn þvert á vilja kjósenda. 

Hefðbundnir hægri flokkar um alla Evrópu hafa tapað miklu fylgi til flokka sem þeir skilgreina sem öfgahægri flokka, en eru svar við ákalli kjósenda um að þjóðleg gildi, tunga og menning þjóðanna sé virt og löndin þeirra fái að halda gildum sínum og menningu en verði ekki gerð óþekkjanleg með öllu á fáum árum um leið og velferðarkerfið er rekið á kostnað framtíðarinnar með auknum ríkissjóðshalla og skuldsöfnun vegna þess fjölda hælisleitenda og fyrstu kynslóðar sumra innflytjenda, sem taka mest út en leggja ekkert inn.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki enn gert sér grein fyrir hverjum klukkan glymur í þessu efni, en verður að átta sig á að hann nær ekki fyrri reisn og fylgi fyrr en af því verður.    


Bloggfærslur 13. ágúst 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.8.): 615
  • Sl. sólarhring: 964
  • Sl. viku: 3117
  • Frá upphafi: 2584017

Annað

  • Innlit í dag: 575
  • Innlit sl. viku: 2919
  • Gestir í dag: 550
  • IP-tölur í dag: 531

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband