Leita í fréttum mbl.is

14.ágúst 1941 og 18.ágúst 2025

Þ.14.ágúst 1941 undirrituðu Franklin Delano Roosevelt Bandaríkjaforseti og Winston Churchill Atlantshafssáttmálann úti á miðju Atlantshafi. Þá var heimstyrjöldin síðari í fullum gangi. Bretar voru illa leiknir eftir leiftursókn Þjóðverja gegnum Frakkland. 

Þegar veður voru svona válynd, þá höfðu ofangreindir forustumenn samt skýra framtíðarsýn um uppbyggingu í þágu friðar, mannréttinda og lýðræðis eftir að nasisminn hefði verið sigraður. 

Í dag skortir leiðtoga hins "frjálsa heims" skýra framtíðarsýn ólíkt því sem var þegar Atlantshafssáttmálin var undirritaður fyrir 84 árum. Hvað á að gera þegar friður hefur komist á milli Rússlands og Úkraínu. Slíkur friður mun komast á. Spurningin er bara hvenær og hvernig.

Volodimir Zelenski Úkraínuforseti er kominn til Washington DC ásamt nokkrum forustumönnum Evrópu sem einskonar klappliði og því klappliði virðist ekki eins mikið í mun að ná friði eins og Trump Bandaríkjaforseta svo merkilegt sem það nú er. 

Ljóst er að upphaflegt markmið Evrópu og Biden stjórnar Bandaríkjanna um fullnaðarsigur Úkraínu gengur ekki upp og raunar fáránlegt að þessum stjórnendum skyldi detta það í hug. Stríðið hefur kostað miklar mannfórnir og eyðileggingu. Það mun halda áfram náist ekki friðarsamningar. 

Nú reynir á hvort að leiðtogar hins svokallaða frjálsa heims ná því að setja fram jafn ákveðna og glögga framtíðarsýn eins og var með Atlantshafssáttmálanum fyrir rúmum 80 árum eða hvort hildarleiknum í Austurvegi verður fram haldið. Því miður á Evrópa engan leiðtoga í dag sem er með tærnar þar sem Winston Churchil steig fæti sínum niður fyrir löngu, en ég hef þá trú að forseti Finnlands, forsætisráðherra Ítalíu og framkvæmdastjóri NATO geti samt komið góðum hlutum til leiðar.

Það er aldrei rangt að spyrja um friðarkosti. Það þýðir ekki að friður náist. En í því sambandi verður að skoða heildarmyndina. Hvað er hagkvæmt fyrir alla aðila. 

Í því sambandi ættu Vesturveldin að skoða hvort það er hagkvæmt að halda stríðinu áfram herða enn að Rússum með þeim afleiðingum að þrýsta þeim enn þá fastar í fangið á Kína, Íran, Norður Kóreu og Indlandi. 

Á sínum tíma var forseti í Frakklandi sem hét De Gaulle. Hann hafði þá framtíðarsýn að sameinuð Evrópa ætti að ná frá Atlantshafi til Úralfjalla. Höfum við ekki lengur þá framtíðarsýn. Sé ekki svo hvaða framtíðarsýn höfum við þá?

 

 

 

 


Bloggfærslur 18. ágúst 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 454
  • Sl. sólarhring: 837
  • Sl. viku: 5103
  • Frá upphafi: 2587567

Annað

  • Innlit í dag: 416
  • Innlit sl. viku: 4753
  • Gestir í dag: 395
  • IP-tölur í dag: 385

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband