Leita í fréttum mbl.is

Ríkið það er ég

Einvaldskonungurinn í Frakklandi Loðvík 14 var alsráðandi í landi sínu á 17. og 18. öld og hafði jafnan á orði "Ríkið það er ég" enda uppspretta alls valds í landinu frá honum komið og andóf miskunarlaust barið niður. 

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og þangað til í gær var aðeins Kim Jong un allsráðandi í kommúnista- og einvaldsríkinu Norður Kóreu sem hafði sömu viðmið um sjálfan sig og Lúðvík 14, að ríkið væri hann. 

Í fréttum í gærkvöldi brá hins vegar svo við að í hóp stjórnmálamanna með sömu megalomaniu (mikilmennskubrjálæði)og Lúðvík 14 og Kim Jong Un bættist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, sem sagði að hún og ýmis önnur ríki Evrópu hygðust gangast fyrir aðgerðum gegn Ísrael. Utanríkisráðherra lítur greinilega svo á að ríkið  það sé hún.

Fróðlegt verður að sjá viðbrögð forsætisráðherra við þessari valdatöku utanríkisráðherra. Hingað til hefur utanríkisráðherra farið sínu fram og gefið yfirlýsingar hægri vinstri án þess að bera undir þing og þjóð og Kristrún Frostadóttir hefur kokgleypt þær,að því er virðist stundum með óbragði í munninum.

En nú er spurning hvort forsætisráðherra sætir því að vera í aftursætinu eftir að Þorgerður Katrín hefur tekið sér alræðisvald.


Bloggfærslur 22. ágúst 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.8.): 432
  • Sl. sólarhring: 861
  • Sl. viku: 5515
  • Frá upphafi: 2591437

Annað

  • Innlit í dag: 410
  • Innlit sl. viku: 5166
  • Gestir í dag: 400
  • IP-tölur í dag: 386

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband