Leita í fréttum mbl.is

Það sem ekki er sagt frá á RÚV

Manni kemur meira og meira á óvart hve fréttastofa RÚV er takmörkuð og einhliða fréttastofa.  Erlendar fréttir eru takmarkaðar fyrir utan fastan þátt um þriðjung fréttatímans, frá fréttastofu Hamas á Gasa. RÚV liggur svo mikið á hjarta við að koma áróðri Hamas á framfæri, að fer fram úr Al Jaseera í Katarhvað þá öðrum í Evrópu að einni undanskilinni. 

Þegar fréttum frá fréttastofu Hamas sleppir eru erlendar fréttir fáar og iðulega ómerkilegar. RÚV segir ekki frá fjöldamorðum og tilraunum til þjóðarmorðs á hópum í Sýrlandi t.d. Drúsum, Alawitum og kristnum, með aðstoð hins nýja hers Sýrlandsstjórnar. Ekki er sagt frá hörmungum og hungursneið í Darfúr og ýsmum svæðum þar í grennd. Hungursneiðin þar er raunveruleg og barnadauði verulegur. Engin hjálp frá SÞ bíður þar. Skortur á umfjöllun um þessi atriði er athyglisverð.

Um árabil hefur RÚV haldið uppi áróðri fyrir því að hnattræn hlýnun af mannavöldum væri komin á mikið hættustig og bregðast yrði við með því að ausa milljörðum af peningum skattgreiðenda til einhverra kóna í útlöndum til að þeir geti sökkt hér trjákurli í hafið til að draga úr hættunni eða álíka rugl. 

Nú er metsnjókoma í austurhluta Ástralíu þar sem vetur geysar þegar sumar er hér. Slík snjókoma hefur ekki verið í áratugi, en það er ekki frétt á sama tíma og allt ætlar að ærast hjá RÚV ef hitinn í Aþenu á Grikklandi fer í 40 gráður. 

Fyrir hálfri öld var ég í Grikklandi í júní í útborg Aþenu. Þá fór hitinn nokkrum sinnum í 44 gráður og menn sögðu mikið er heitt. Þetta þótti ekki hamfarahlýnun enda vanalegt á þeim tíma og var kallað sumar en ekki loftslagsbreytingar. 

Er stjórnmálastéttin virkilega svo heillum horfin að hún sjái ekki að það hamlar eðlilegum skoðanaskiptum í landinu að halda úti fréttastofu, sem fer hamförum í  skefjalausum áróðri iðulega gegn sannleikanum?


Bloggfærslur 4. ágúst 2025

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.8.): 744
  • Sl. sólarhring: 1028
  • Sl. viku: 4233
  • Frá upphafi: 2578855

Annað

  • Innlit í dag: 697
  • Innlit sl. viku: 3929
  • Gestir í dag: 664
  • IP-tölur í dag: 647

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband